Það brenna eldar já!

Það brenna margir eldar í okkur. Eldar sannleikans og eldar græðginnar og eldar reiðinnar og eldar réttlætis og eldar vonar að loks nenni stöku kollur að hafa fyrir því að hugsa um eitthvað annað en hvað fæ ég núna og hverjir bjóða best núna og mest?

græðgin á marga meðmælendur undir niðri þó ekki meigi prísa og kinda undir þann söng í augnablikinu

 víst er að sjálfstæðissölumenn hyggjast lofa þjóðinni "skjótum bata" ef treyst er á þá

þeir vilja halda áfram sem frá var horfið í haust og þá með rétt stilltar klukkur og skífur og regluverk

þeir hafa ekkert skilið ennþá... afneytunin er múr... 

augun sjá ekki og heilinn nær ekki að vinna úr þessu... auðhyggjan er dáinn... nei hún hefur aldrei verið eins dásamleg... við getum allt... nú erum við loks kominn í form, komin með skilning og reynslu, nú getum við lagt undir okkur heiminn... þetter bara smjörþefurinn... allir sem vilja geta orðið ríkir... bara veðja á rétta hestinn.

asa... rétti hesturinn er semsagt fulla ferð áfram í að eyðileggja og vaxa einsog krabbamein yfir hvert einasta strá... hvern einasta stein og foss... allt skal sogið til hins ýtrasta... uns ekkert er eftir ... allt upp étið.. og allar menningar orðnar af einni skrílsneyslumenningu... er það rétti hesturinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband