12.2.2009 | 18:07
Hvað borgar sig?
Borgar sig að vilja hjálpa mannfélaginu að ná heilsu? Þegar þeir sem það vilja eru litnir hornauga af þeim sem vilja mata krókinn á óförum annarra. Borgar sig að seigja sannleikann þegar lygaverðir eru bakkaðir upp með peningavöldin á bakviðsig til að telja okkur trú um að það borgi sig að virkja allt og selja allt sem nokkur leið er að koma í verð, af því að þúsundir baranfjölskyldna verði að fá vinnu í verksmiðjum og það í snatri... bakkaðir upp af hver öðrum... bakkaðir upp af fjölmiðlum... hversu margir sjá að fjölmiðlar í höndum peningafólks er landráðastarfsemi... því peningafólkið vill selja allt hér og gera allt að pening sem hugsanlegt er að fá "fjárfesta" í. Borgar það sig að seigja veikum rómi á móti þessum þúsundraddakór ofnýtjasinna og olátunga peningahyggjunnar, já ykkur er alveg sama um land og þjóð, þið viljið bara meira vald og það strax... borgar sig að vera til í svona ofríki. Ja það er það sem palestínumenn hafa spurt sig. Borgar sig að veita viðnám við ofríki? Og kannski borgar sig að ræða málið í ró og næði og kanna virkilega ofaní kjölinn hverskonar líf og hverskonar samfélag "borgar sig" þegar upp er staðið. Borgar sig að auka við allstaðar þegar lífið er þegar allt á jörðinni í þjáningu útaf þessu bandruglaða gildismati. Borgar sig að setja verslun og viðskiptum ný viðmið og afnema vexti við lántökur. Borgar það sig fyrir alla jarðarbúa? Hver borgar það? Jú við borgum öll í afleiðingunum.
Hver fær borgað ef við breytum rétt? Börnin og barnabörnin fá framtíð. Og lífríkið. Fá menningu þjóðar sinnar og túngu og landið og heila náttúru. Já ég er semsagt að vinna fyrir börnin og barnabörnin... ja það er þó smá bót í máli að ég er með góða vinnuveitendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.