12.2.2009 | 16:11
"ja ég er nú bara "heiðarlegur" alkahólisti" hafa menn heyrt það?
það er semsagt "ég er alltaf "heiðarlegur" alkahólisti" hvort sem ég er fullur eða ófullur... ég hugsa bara fyrst og fremst og eingöngu um mig. (já og MÍNA! fjölskyldu, þó hún gleymist nú að jafnaði)
Hér eru trúarbrögð velflestra reifuð með drafandi röddu
já þurralkar lifa í valda og kynlífs og peningaalkahólismanum áfram... það fer ekkert af þeim og í bland við aa frasa sem notaðir eru til að koma sér áfram líka
þeir breytast ekki svo glatt... af því að hugarfarið er það sama... frosið inní ófullnægjuna sem formið passar rækilega uppá að halda við og æsa upp
sjálfa græðgina er aldrei horfst í augu við
ekki heldur þjóðfélagsformið... þar er bara þulið "hjálpaðu mér við að sætta mig við það sem ég get ekki breytt" og svo fullaferð áfram!
"heiðarlegur" alkahólisti veit svörin við öllu, hefur alltaf á réttu að standa, er endurreistur og tvíefldur þáttakandi í öllu ruglinu... sérílagi af því að hann er svo "heiðarlegur".
En mér sýnist þeir vera í formi sem byggir á því að kasta frá sér ábyrgð á því sem er að gerast yfir á "æðri mátt" rétt einsog kirkjan. Og sofa... leggjast ekki á sveif með breytingaraflinu sem getur leyst okkur öll úr álögum vegna þess að það sé of erfitt og geti valdið "síðhvörfum" ... fljóta með að feigðarósi þessa sjúka forms sem bIrtist í orðinu MEIRA!
Alkatýpan er gróf og frek almennt séð. Sjálfsöryggi er það sem sóttst er eftir. Sjálsöryggi og velgengni í væntanlega viðskiptum í yfirgnæfandi flestum tilfellum, sem byggir aftur á peningum. Og að versla með peninga er akkúrat ekki verðmætasköpun. Að versla með peninga er hinsvegar bara að versla með vald og vinna með græðgi. Vextir þessa þarf aukningin að borga. Einhver annar þarf að borga. Meirihlutinn þarf að tapa sýnir reynslan okkur hvaðanæva að.
En það eru virku alkarnir sem eru duglegastir að blekkja sjálfansig. Og ég er að seigja, alkahólismi er frekur í peninga og alkahólistarnir eru á svo mörgum sviðum. Hæði getur verið hvað sem er. Og við erum jú vissulega frek á lífið og háð þessu að vera til og hvert öðru. Háð mat og skjóli og óteljandi verfærum. Ég í sjálusér undrast að þetta skuli enn hanga saman þetta ofurflókna og codependant kerfi... byggt á hæði og valdi og ójöfnuði og samt einhverri smáköllun við að halda fólki á lífi við frekar tæpar aðstæður oftlega
Það má dást í augnablik en í grunnin erum við stödd inní ófreskju
ófreskju sem er að eyðileggja allt hér á jörðinni æ hraðar og hraðar
ef við förum ekki í alvarlega leit að annarri leið og leggjum kappkost á þá betri leið verður ástandið bara verra og verra... og ég upplifi mig sem hrópanda í eyðimörk og ég finn hve langt við eigum í land að fólk hafi vaknað frá villunni auðhyggjunnar...
Hvað smár hluti þetta er, þessir mótmælendur... ef við seigjum að þeir séu 300.. þá erum við með tæpan þúsundasta part af þjóðinni í þessu... 0,001% nú ef mótmælendur í grunninn eru bara 100... þá eru þeir um 0,0003%
betur má ef duga skalFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.