sagan um sofandi land

orsök vandamálsins...:reið norn... norn sem ekki var boðið... ekki meðtekin... sumsé ein óánægð höfnuð sál... eitthvað vandræðalegt úr fortíðinni sem ekki mátti tala um... af hverju var þessi norn svona reið?... afhverju var henni ekki boðið... gleymdist það? núú, einkennilegt kæruleysi.

afleiðing? 100 ára svefn alls landsins... ja eða varða1000?

bjargráð? jú, kossar á varir prinsessu gætu komið að notum, jafnvel bara einn nettur koss...

jæja er það svona einfalt?

það þarf að gera eitthvað í þessu!

og margir prinsar voru búnir að leggja leið sína inní skóginn, höggvandi sig í gegnum þyrnirunna... ansi þykka.En enginn hafði komist alla leið... þeir festust í fyrirstðunni... en í gegnum runnana mátti grilla í jafrosna þjóð... sofandi þjóð... þjóð í þungum draumi, þjóð í álögum, þjóð sem ekki gat horfst í augu við eina reiða norn. Konu sem ekki var meðtekin af hinum. Hvað var þessi manneskja með í pokahorninu? Af hverju gátu konurnar ekki komið sér saman? Af hverju var ein norn uppá móti annarri? hm... þetta og fleira vefst fyrir okkur. Af hverju nornir rífast? Um hvað eru þær að kíta?

Og hvar er þessi manneskja sem þarf að kyssa? Það þarf semsagt að sætta einhvern sem ekki getur hugsaðsér að vakna án koss.  Þetta er afar athyglisverð skilaboð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.