10.2.2009 | 12:44
ég geri mér grein fyrir að..
að hvorki ég né þú eru með "fullefemm"... já ég vil seigja að við séum öll lasinn
að í lösnum samfélagi eru allir lasnir
sjálft formið býður ekki uppá annað
og hugmyndaheimurinn þekkir ekkert annað
bara tilfinningarnar kunna ekki við þetta... þær eru í kreppu... og hafa verið í meirenn 1000 ár. Jafnvel 11000 ára sorg um allan heiminn. Var enginn sorg fyrir 12000 árum þá? Ja það er það sem ég rannsaka. Jú það voru ýmis vandamál þá líka. En almennt má seigja að þá var fólk altént í betri tengslum við sjálfansig, hvert annað og sögu sína þekkti það. En við erum í mínum augum ekki að fara þangað til baka... við erum að fara frammávið ... inní nýtt form þar sem maður og kona eru í jafnvægi og báðir aðilar metnir til jafns. Sem einstaklingar í samfélagi einstaklinga. Þorpið.
Að ná því að vera með "fúllefemm" er ferðalag frá vanþekkingu til skilnings og reynslu. Bæði á sögu og aðstæðum nú. Semsagt umræða. Þekkingasöfnun, Þjálfun og reynsla.
Og verulega stór hluti þjóðarinnar er búinn að vera á kafi í "alkahólisma" á mörgum sviðum í einu... bæðiþessu klassíska og græðgi eftir peningum og valdi og afneitun á afleiðingum auðhyggju og stöðugrar aukningar á allt lífríkið... þetta er stærsta blindan... sem liggur einsog mara yfir öllu... þessi blinda að sjá ekki að vextir og aukning er glæpur gagnvart öllu lífríkinu... en afneitunin er á fleiri sviðum. Til dæmis í sambandi við hvernig við stjórnum okkur saman. Ótrúlegur fjöldi trúir á "leiðtoga".. trúir á fasisma og veit samt að þar er aldrei neitt réttlæti... og því minna sem valdið er meira á hendi eins manns. En að réttlætið rennur inn í allt kerfið einsog smjör ef við dreyfum valdinu á alla þjóðina. Það eru þá þeir sem vilja meira en hinir sem eru á móti slíku fyrirkomulagi. Refir og úlfar og hrægammar. Slíkir aðilar þykjast mikið og láta líta út fyrir að þeir séu að vinna fyrir almannahag. Já og afneitunin í sambandi við endurskoðun sögunnar. Afneitunin á áhuga á rannsóknum um fólkið sem hér bjó fyrir valdarán víkinga. Saga álfanna og völvanna og hinna fornu vætta og virkilegu hetja þessa lands. Þjóð sem bjó við harðan kost í þúsundir ára hér...enginn veit hve lengi. Ég er öruggur á 700.000 árum og jafnvel miklu lengur. Þessi afneitun er sú sama í noregi og um all álfuna. Alldrei er rætt neitt um fólkið sem átti heima á norðurlöndum fyrir víkingatímann. Hversvegna? Jú sú menning var öll eyðilögð og allt brennt sem henni tilheyrði. Þöguð í hel. Já það var menning Heljar. Þeirrar sem að myrt var. Grílu. Álfadrottningin. Fjallkonan fríða. Hið ljósa man.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.