þetta skrifaði ég áðan sem komment hjá Kolfinnu. Hún er voða fín, en of áfjáð inní Evrópu

Heimilisbókahaldið skiptir kannski litlu ef menn hafa pláss fyrir matjurtagarð (í tímaskipulagningunni) og geta máski eignast túndahlut í trilluhoddni... Varðand Evrópu, þá sé ég ekki að það hjálpi okkur neitt. Evrópu er stjórnað af peningamafíum. Menning Íslands eða einstakra landa skiptir þá engu frekar en hjá auðhyggjufólki yfir höfuð. Jón Sigurðsson mundi ekki hika við að seigja "ég mótmæli" ef hann vissi að hugmyndir eru uppi um að afsala fullveldinu í hendur Evrópuauðhyggjufasismanum. Evrópumafian vill eina menningu yfir allt þetta svæði og yfirráð yfir auðlindum alls svæðissins. Ísland yrði þá verksmiðjusvæði fyrir Evrópska milla í stað Amerískra. Við þurfum að treysta sjálfstæðið og þjóðnýta allt. Hætta í einkavæðingu (sem er hannað fyrir og af "hákörlum" og skella okkur í sjálbærni og vistvænsku. Auðhyggjan er dauð.

Ef við hættum að trúa á auðhyggju þá erum við að tala um að skoða hvað við trúum á (semsé ef við trúum ekki á peninga) Fegurð, jafnvægi, samveru (ást) heilbryggði og hamingju... og pláss fyrir önnur lífsform, að sjá allt lífið sem eina heild, eina fjölskyldu... eina veru. Sem það og er. Þá eru það ekki peningar sem ráða gjörðum okkar. Og öll menningin skiptir okkur máli. Arfurinn. Ræturnar. Raunveruleikatengsl okkar við landið. Þessi arfur er reyndar dýpri meir en flesta grunar. Þeir sem hugsa í peningum seigja:"ok seljum þá bara þjórsá!" eða biðlum um þrælshlutverk hjá frændum vorum við getum þetta ekki. En þeir sem stefna að öðruvísi samfélagi en við höfum séð áður eru tilbúnir til að "afskrifa skuldirnar" eða og setja þær í salt og borga eftir getu og halda samt yfirráðunum innanlánds og "gefa skít í" þó við séum ekki með í peningaleiknum. Byggja hinsvegar upp menningu sem allir taka þátt í... menningu sem byggir á samskiptum og almennilegu lýðræði og eigna og möguleikadreyfingu.

 

(hún var að tala um Evrópu, norska eða danska krónu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband