ég hef engann hefndarþorsta eða hatur á neinn sérstakann... þrátt fyrir ýmislegt erfitt í samskiptareynslu minni

Kannast ekki við neitt svoleiðis dagsdaglega í mínu fari... ég get orðið reiður en það líður hratt úr mér... verst er þó reiði mín við sjálfanmig... hún lamar mig mikið. En ég hef ekki séð eftir neinu eins mikið og gönuhlaupi mínu að fara í valdataflsstellingar og taka þannig þátt í ruglinu... já slegist við manneskju sem mér þykir vænt um. Það hefur verið það sorglegasta og vanhugsaðasta atferli sem ég hef upplifað á æfi minni. Þessi samskipti við þessa konu sem ég á ungan dreng með. Og verst er hvað yfir hann hefur gengið. Ég semsagt missti nánast vitið í þessum ljóta leik. Og sú sorg mun fylgja mér alla tíð. Ég veit ekki hvort mér takist nokkurntíman að útskýra þá atburðarrás. Það er mér ofviða hér og nú. Og ég spyr sjálfanmig hverjum komi það við. Mín persónulegu mál hefur verið um of einblínt á.  Einhverntíman má kannski ræða það mál allt í þaula, til að reyna að skilja það og læra af því eitthvað um hegðan mannsins við miklar stress-aðstæður. En hér læt ég nægja að seigja, ég tel mig heppinn að vera lifandi og okkur öll sem komum því nærri. En að skilgreina mig sem ofbeldismann er fyrir mér eins fjarri lagi og hugsast getur. Ég gæti líka sagt ég lenti í tilfinningalegu "eldgosi" eða "lenti" einhver í efnahagshruni? Mér sýnist allir vera að glíma við að passa inní form sem gengur aldrei upp. Ránhugmyndum. Allur þorri fólks... já nálega allir. Og afleiðingarnar af öllum þessum röngu gildum liggja allt í kringum okkur í formi hörmunga og vanlíðunar og þunglyndis og stöku ofsa. Þetta gengur ekki upp. Hvorki eign á fólki né landi. Hjónabandið er ónýt stofnun. Beinlínis hættulegt.  Pör munu halda áfram að vera til, um langan eða skamman tíma eftir aðstæðum. En ekki hjónaband einsog við þekkjum það sem stofnun. Þannig get ég ekki betur séð en að mín sára reynsla og "hrösun" hafi hér von að verða til einhvers góðs ef fleiri átta sig á að ég er hér að hefja umræðu um ekki bara endurskoðun stjórnunarforms og samræmingarforms í samfélaginu. Við þurfum líka að átta okkur á því að "enginn á neinn eða neitt sérstakt. Við erum bara þáttakendur. Ég er maður samkomulags í grunninn sem gerði þau mistök í miðju æðinu öllu einsog fleyri að hoppa yfir í samkeppnina. Já í raun til þess að sýna framá hve sú leið er vonlaus. Ég hef í raun afar lítið hugsað um orðið sigur yfir neinum og á neinu, ég var og er að rannsaka, skoða og leita leiða. En mín mistök voru mesta sár sem ég hef veitt sjálfummér. Og það hefur komið niður á fólkinu sem stendur næst mér og það er erfiðast að bera. Hversvegna ekki að vorkenna mér í stað þess að hata mig? Ég bara spyr? Fólk sem lendir í hörmungum og hatað ofaná það og ofsótt er að lenda í tvöföldum hörmungum. Hversvegna er fólk sem lendir í bilslysi ekki bara lamið? Jú væntanlega hefur það fengið nóg að þola. Mér gekk ekki illt til. Væntanlega ekki heldur sá sem lenti í bílslysi. Varð særður og í sjokki. Dómgreindin datt út í hita of sterkra tilfinninga.  Og hér er ein af fjölmörgum ástæðum þess að ég berst gegn frjálshyggju og krefst algjörs samráðs á öllum sviðum og jafnræðis. Algerlega heill gegn ofríki og kúgun á nokkrum eða nokkurri veru niður í flugur og pöddur eða það sem ég sé bærast og þrá líf og vöxt. Ég vil hjálpa öllu að dafna. En vissulega er ég takmarkaður sem einstaklingur. Ég geri bara það sem ég get gert af litlum auði. Og meira af vilja. Nánast í trega. Mér finnst mitt framlag ekki nóg. En þó... allt sem ég gat og get og mun geta gert að viti, það er mitt hæfilega framlag. Það er ekki mikið meira sem hægt er að ætlast til.

Og mér finnst ég hafa nóg á minni könnu þó ég sé ekki "gerður" ljótari en ég er.  Jú ég hef aldrei haldið því fram að ég væri fullkominn. Og hef ekki þá skoðun. Tel að við höfum öll sára hlið og sterka.

En komum okkur samt saman. Finnum ráð þá til að bæta úr á einhverju sviði frekar en að sökkva okkur niður í sjálfsreiði eða reiði við einhvern utanaðkomandi. Þetta er allt tímaeyðsla. Bara haf af sorg. Að við finnum ráð til að tjá okkur fallega og glaðlega og í meiri og meiri kærum - leik. 

Með í leikinn þramma...

En líf manneskjunnar á þessum dökku tímum er ekki alveg bara einsog að drekka vatn... það er ýmislegt sem æskilegt er að varast. Einsog til dæmis þessi hugsun að maður eigi eitthvað. Sú hugsun gengur ekki upp. Fólk er svo forgengilegt. Við eigum aðeins augnablikið og það eigum við saman meira að seigja... en við erum umsjónarmenn... passarar... sjáum um þetta og hitt... tökum hönd um... höldum til haga. Það er ekki mikið meira sem við höfum hér í stöðunni en andleg verðmæti. Til dæmis, andlegt verkfæri einsog ... hvernig ráðum við ráðum okkar til samans...

hvernig höfum við möguleika á að skapa okkur hreinnar næringar og vatns...

hvernig tímgumst við og höldum við hæfilegum stofni

hvernig við höfum það annars og þá koma listir og hátíðir inn til að létta skap og skapa tilbreittni

og svo skjól... baðstofu... hvernig hægt er að hafa verulega hlýtt og kósi saman..

ef litið er upp til ljóssins en ekki sér í meira myrkur sökt.

Ja ég er ekki hættur að tromma, ýmist með eða móti því sem er að gerast, eða berja pottlok og æpa og sýngja slagorð. Vona bara að félarnir missi sig ekki 

það væri laglegt ef sumir mótmælendur þyftu lögregluvernd til að lenda ekki í barsmíðum frá einhverjum öðrum tegundum af mótmælendum

ja öðruvísi mér áður brá

og Davið vill meiri athygli

svona geta athyglissjúkir teimt heila þjóð á asnaeyronum árum og áratugum saman

og enn leikur hann fram peði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband