6.2.2009 | 02:42
númer eitt fyrir landsmenn er að fá aðgang að landinu
Ég vil afnema eignarrátt á landinu líka... Án þess að reka neinn frá neinu. Menn halda hefðarrétti. En stefnan ætti að vera að allir sem vilja geta fengið ræktunarsvæði. Ljóst er að skógur kemst ekki upp án hjálpar fólks og þessvegna er það besta leiðin til að fá skrið á skógræktina.
Nú er það svo að við sjáum ekki almennilega vegna rangrar söguskoðunar að landinu var rænt af þjóðinni af víkingum fyrir rúmum 1100 árum, rétt einsog miðonum var rænt af frekjuliði nú nýlega.
Saga sú er þöguð. Og sannleikurinn var loginn út úr sögunni með svikum Ísleifs biskups og Ara og þess fólks sem með þeim stóðu. Afkomendum úlfhéðna. Þetta er jú sannleikurinn hér og ekki sérdeilis huggulegur.
En það eru fleiri rök en þau að landinu var rænt af álfaþjóðinni sem bjó hér fyrir valdarán afkomenda Ketils flatnefs. Núna er það svo að alveg einsog þjóðin fær ekki að veiða. Þá fær hún ekki að rækta eða framleiða neitt. Fær ekki land og fær ekki leifi. Fær ekki peninga. En þó hver hundaþúfa sé í eigu einhvers, þá er ekki nema örfá prósent landsins í notkun. Og margar bestu bújarðir í eigu einhverra sem ekki nota neitt af þessum jörðum. En þessir eigendur banna þar alla afkomumöguleika.
Þetta er semsagt nákvæmlega sama ruglið og með fiskinn í sjónum. Örfáir aðilar sitja að öllu og banna öðrum bjargleiðir. Helber geðveiki í raun. Og algerlega sambærilegt við geðveikina sem tröllríður auðvaldsstéttina þegar þeir fóru á stað með einkavæðingu vatns í ýmsum löndum. Í raun bara morð á öllu lifi og kverkatak.
Þessi stefna hefur nú sýnt sitt rétta andlit. En þetta byrjaði allt með ráni á landinu í hendur fáeinna glæpamanna. Sama hefur gerst í öllum löndum um allan heim. Landinu er rænt og það gert að einkaeign og fjöldinn og náttúran þjáist.
Rányrka mannsins og ránmenning byrjaði svona í Persíu fyrir um 7000 árum. Semsagt landi rænt og fólkið sem landinu er rænt af er gert að þrælum. Hér er samfélagsformið sem við þurfum að yfirgefa. Ræningja og þrælasamfélagið. Þessvegna þurfum við öll að taka þátt í stjórnun þessa samfélags og dreyfa valdinu á alla þjóðina. Skapa 2000 þing sem senda fulltrúa á landsþing ár hvert á miðju sumri. Endurskapa réttláta samfélagshætti sem ekki hefur verið í sjónmáli fyrr en nú allt frá því fyrir valdarán víkinga. Fyrr fáum við ekki sanngjarnt samfélag en að við sjáum það að landið er okkar sameign nákvæmlega eins og miðin og orkan og auðlindirnar. Og að endurskoða þetta kostar okkur ekki neitt. Þetta er bara pennastrik. Lög sem heimila engum einkaaðila að eiga landið. Að landið á sig sjálft og að það er hópur landvarða á hverju svæði sem passa það saman og til þeirra þurfa menn að snúa ser ef þeir vilja eitthvað aðhafast á því svæði.
Þetta eru grundvallaratriði til þess að við fáum frið í sálina. Hér sem og í öllum löndum.
Sárið sem við berum djúpt í hjarta okkar eru meðal annars allar götur frá þessu landaráni víkinga. Það kostaði þjóðina 300 ára borgarastyrjöld. Og síðan tók við draumþungur svefn í 500 ár.
Við erum í raun nývöknuð af langri martröð. Martröðin á sér orsakir og rætur til þess sem skeði við rán landsins og eyðileggingu þeirrar menningar er hér var fyrir. Það sár er alsendis ógróið og mun ekki byrja að gróa fyrr en við leiréttum þetta með eignarréttinn á landinu. Og einsog Indjánar sögðu og seigja enn. Landið á sig sjálft. Það er móðirinn. Við erum bara hér til að passa það í sameiningu.
Fyrir utan haghvæmnina og réttlætiskröfuna þá eru enn ein rök. Ef við lýsum ekki yfir að þjóðin eigi landið saman einsog auðlindirnar og miðinn þá mun landinu verða"rænt" á sama hátt og Gyðingar rændu landi Palestínu með því fyrst að kaupa það. Þetta gera ekki bara Gyðingar. Þetta gera ríkir af öllu þjóðerni og mikið er eflaust þegar í höndum útlendinga í ýmsu samhengi. Til dæmis eru menn svo skuldsettir við útlenda bánka nú að sumum mundi finnast það auðveldast að rétta þeim eignirnar... löndin og jarðirnar. Þessi þróun á eftir að verða erfiðari og erfiðari þegar austurlandamenn verða æ ríkari. Þá koma þeir einsog engisprettur og vilja kaupa allt upp á góðum prís og margir munu þá slefa og vilja burt í fjarlæg "konungsríki" þar sem land er ódýrara og hlýrra. Og því gæti svo farið ef við lýsum þessu ekki yfir í okkar lögum að þjóðin passi landið saman og að það sé ekki til sölu. Það sé ekki eign neins sérstaks... eigi sig sjálft... að ef við gerum þetta ekki að við missum allt útúr höndonum á okkur og semsagt. 'utlendingar taki yfir. Það er svo ótrúlega auðvelt að fella og eyðileggja þetta samfélag ef við erum ekki meðvituð um þetta. Og meðvituð um hvað er á leiðinni. Og um leið og hér eru rúmlega 100.000 blönduð pör og börn þeirra og þá vill meira en helmingur leggja niður íslensku og fara að tala ensku... af því að það er svo "hagkvæmt" og þar fram eftir götum. Og þá getur ekki lýðræðið bjargað neinu lengur. Nú þegar eru þeir tugþusundir sem hugsa svona. Dollarar eða Evrur og enska. Bretar mundu auðvitað styðja svoleiðis og kanar. Og því seigi ég. Þeir sem einhverjar taugar hafa til þessarar menningar verða að skilja og sjá hvað gera þarf til að passa þessa flóru sem hér hefur tórt um þúsundir ára.
Verst er að fólk veit ekki sögu þessa lands og þessarar menningar. Hversu ótrúlega gömul og djúp rót mannlifið er hér. Þessvegna skilur fólk ekki heldur hve mikil menningarverðmæti við varðveitum. Fólk heldur að allt sé eins og öllu eigi að hræra saman. En þá færust allar þessar menningar og gífurleg viska og þekking færi forgörðum Sérstaklega vistvæn þekking og heildræn. Frummenningarræturnar sem við þurfum virkilega að fara að skoða aftur af krafti ef við viljum geta lifað af landinu og náttúruauðlindum þess án þess að þurfa að sækja til annarra þjóða. Og það er framtíðin og það er raunveruleiki alls lífs allstaðar. Þessi markaðsgeðveiki er að ganga af okkur dauðum og veikja okkur og allar aðrar tegundir þjást með okkur í þessu manngerða "helvíti" sem frekjuæðið hefur skapað.
semsag landið pössum við saman og ráðum saman ráðum okkar í hópi landvarða á þingi sem allir hafa aðgang að á hverju svæði fyrir sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.