Jú eitt er hvað þyrfti að gerast og annað hvað mun gerast og enn það þriðja hvað gæti gerst í versta falli ef við erum ekki vel vakandi og undirbúinn undir að þurfa að bjarga okkur sjálf.
Stríð Evrópu og Bandaríkjanna við Araba hefur hlaðið upp mikilli spennu sem ekki er líklegt að Óbama ráði við að sætta. Virðing Bandaríkjamanna og bara alls þessa gróðahyggjuhóps sem þeim fylgja er lítil við trú og siði annarra stórhópa á jörðinni. Þetta er ástæða þessarar miklu spennu. Hvað gerist er þegar fyrir séð að miklu leiti. Hvort heldur við skoðum forna og nýja spádóma eða notum bara líkindareikning. Sumsé... Arabar komast yfir kjarnavopn og hefja stríð ef ekki verður veruleg stefnubreyting a vesturlöndum. Og á því eru ekki mjög stórar líkur. Ja nema Íslandi tækist að gjörbreyta svo stjórnunarforminu að ekki veldust fyrst og fremst skósveinar spákaupmanna á þing.
Ef við getum breytt því og fengið allt öðruvísi fólk á þing. Fólk í anda við Jóhönnu og Steingríms þá erum við með nýtt stjórnunarform, sem mundi strax hafa mikil áhrif á pólitík í Evrópulöndonum og svo um allan heim. Hér er ábyrgð okkar ekki minni en gagnvart eigin landi og þjóð. Að sýna að við séum þess megnug að skilja alvarleika þeirrar reynslu sem við höfum nú farið í gegnum og þar með skapa nýtt samfélag með allt aðra sýn á lífið og samábyrgð en áður. Nú ef það gengur ekki upp fáum við yfir okkur því meira hörmungarástand. Ef stríð geisar fer af stað í stórum stíl og inní miðri efnahagskreppu mun fljótt verða vart við matarskort hér. Og því er grundvallaratriði að örfa fólk til eigin ræktunar og efla landbúnað á ný. Stemma stigu við eignarhaldi þeirra sem ekki nýta bújarðir. Koma af stað möguleikum fyrir vistvæna ræktun nýrra búa og efla möguleika á að fólk flytjist út á land að nýju og hefji búsýslu. Efla möguleika á ódýru ræktunarsvæði innan byggða. (coloni-gaða)
Gefa öllum sem vilja færi á að fiska á smábátum um allt land, bæði til sölu og sjálfsþurftar og draga þann kvóta frá stóru skiponum.
Efla smáiðnað á þann hátt að við setjum upp verksmiðjur til framleiðlu á þeim varningi sem er okkur lífsnauðsynlegur til lífsbjarga, þrátt fyrir að landið muni hugsanlega lokast og ekki fá nein aðföng að gagni í nokkur ár.
Við semsagt vitum ekki hvað gerist en líkurnar eru óhuggulega stórar á mjög alvarlegum átökum ofaná æ verri heimskreppu. Heimskreppu sem er ekki bara tímabundið ástand heldur áframhaldandi og síversnandi vegna þess einfaldlega að æ fleiri átta sig á að auðhyggja er glæpur gagnvart öllu lífi á þessari jörð.
Og hvað gerist eftir 3 ár? Já það er nú það. Verður eitthvað þarna árið 2013?
Hvað?
Örfáar niðurbrotnar fársjúkar hræður (í stíl mad Max) sem gætu hugsanlega náð sama stigi og við nú að nokkur þúsund árum liðnum eða svo...
eða máski enginn manneskja og mjög fábrotinn dýra og jurtaflóra.
eða vistvæn, sjálfbær náttúrumenning um allan heim og virðing fyrir frummenningum allra þjóða. Virðing milli allra tegunda menningar heimsins. Og semsagt allir fá að lifa og búa einsog þeir vilja, svo framarlega sem þeir gefa öðrum sama séns. Ekki þó í einum hrærigraut. Heldur með heiðarlegu samráði um alla hluti.
Í versta falli erum við að tala eitrun á auðlindum og um fjölda hungurdauða og littla hjálp frá öðrum þjóðum, þar sem hugsanlega er svipað ástand um alla álfuna og víðar eða verra.
Þessir valkostir eru hér fyrir framan okkur.
Fyrir mér eru þetta ekki valkostir. Ég sé bara eina leið sem vit er í og vel þá leið. Ertu með á því?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.