6.2.2009 | 00:32
allir vita að Jóhanna er vel meinandi og allt þetta fólk sem nú skipar ríkisstjórn...
Og ekki skortir þau heldur reynslu og góðan bakhjall af fólki til að ráðfæra sig við...
en eftir stefnuræðu Jóhönnu og kom sjálfstæðismaður í pontuna og fór að jagast og hnýta í að venju stjórnarandstæðunnar. Þetta hleypti smá hita í Steingrím sem kom á eftir... jú það er þessi hnútakastsandi sem er okkur lifandi að sliga... Þetta hleypir öllu í kekki jafnharðan og kergju..
þingið er í raun hálf bilað af þessum eltingaleik við sökudólga og kosningabaráttústíl og verður eflaust æ verra eftir því sem nálgast kosningar. Hugmyndin um samráð og samvinnu hefur aldrei verið til siðs þarna. Þau kunna ekki samráðsleiðina. Þessvegna lagði ég til strax í haust allraflokkastjórn og jafnvel útanþingsfólk líka (einsog nú er komið á) og var hugsað til fulltrúa mótmælenda og jafnvel verkalýðssamtaka. En svona er þetta. Það er alltaf verið að jagast og draga umræðuna niður í svaðið.
Í stað þess að huga að nýju íslandi og samstöðu um góð mál. Vinna að því sem allir eru sammála um að er þarfaverk.
Þannig sé ég fyrir mér stórþing framtíðarinnar, þegar flokkar eru þá aflagðir og fólk er að vinna þjóðinni heill en ekki sér sjálfum og flokk sínum.
Þetta er grundvallaratriði í nýjum stjórnarháttum og svo hitt að aftengja undirtök peningavaldsins til ábyrgðarstarfa með því að gera auglýsingastarfsemi ónauðsýnlega í stjórnmálum og kynningu frambjóðenda. Og það gerum við ekki öðruvísi en með því að hafa samráðsfundi í hæfilegri stærð að allir geti kynnst á eðlilegan hátt og síðan tekið afstöðu til hvern menn vilja kjósa. Þ.e. með nýju þjóðveldi. Og í þjóðlegum anda og til blessunar lándi og lýð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.