4.2.2009 | 09:05
æijá
ég er rétt að byrja á "svo mælti Zaraþústra, bók fyrir alla og enga"... kominn á íslensku fyrir fjölda ára án þess að ég vissi.. átti erfitt með þessa bók á frummálinu svo nú er loks aðstæður til að sjá hvað Friðrik hefur að seigja. jæja og hvað er spekingurinn að tala um? Dauði guðs. Ofurmenni hin mikli tilgangur jarðarinnar. Hinsti maðurinn og síendurtekningin eru hugökin sem Friðrík kynnir. Merkilegt nokk, að ég fæ ekki betur séð en að Gautama Búdda sé að glíma við nákvæmlega sama merkingarleysið og Nietzsche. Þessi þunglyndisköst mannskepnunnar koma fram er trú á guðina daprast og þetta er í gerjun um allan hin klassíska heim þegar fyrir 2500 árum.
Hinsti maðurinn virðist vera nútímamaðurinn. Maðurinn sem forðast allt óþægilegt. Maðurinn sem er latur og sjálfsupptekinn og varkár og flatur. Allir eins og enginn foringi og enginn sannleikur. Allt jafn vitlaust og allt jafn tilgangslaust. Bara smekkur hvort eitthvað er rétt eða rángt. Ja hver er klárastur að jarma sína lýgi? Þessa sýn má vissulega sjá sterklega framreidda hjá sjálfstæðissölumönnum. Að ekkert er rétt og ekkert rángt en umfram allt þarf að vera frelsi fyrir "ofurmenni", þá sem ekki þurfa að virða neitt nema eigin rétt, rétt græðgi, slægðar og styrks, að vaða yfir allt og alla. Samkennd og jafnvægi er séð sem veikleiki og flatneskja. Hér má víða finna áhrif af "dauða guðs" og alls siðferðis á ýmsum vígstöðvum.
En athyglisvert finnst mér þessi hugmynd N um síendurtekningu í tengslum við Búdda. Búdda kemst einnig að þeirri niðurstöðu að guð ekki með í dæminu lengur. Mér virðist Búdda og N vera með svipuð "neikvæð" viðhorf til lífsins að vissu leiti. Búdda kallar heiminn blekkingu og afneytar fjölskyldunni og lífsins unaðsemdum og konunni. Hann talar um karma, hjól endurtekningarinnar og endurfæðingarinnar og stefnir á lausn frá hjóli endurtekningarinnar, þ.e endurfæðingarinnar. Seom og í tengslum við múnkdóm seigir manni að búdda vildi ekki eignast börn eftir að hann hugljómast... vildi ekki vera til má einnig seigja. Taldi líf manneskjunnar ekki eiga rétt á sér má seigja. Vera of erfitt máski... vera lasið fyrirbæri sem best væri að losna við úr líkama lífsins. Í raun neikvæð sýn en samt skiljanleg miðaðvið hvað mannveran er að gera.
Þessi viðhorf eru á einhvern hátt að bergmála í hugmynd N um sífellda endurtekningu. N kemur síðan með ofurmennið hér inn. Og einnig það ber bergmál að Búddahyggju. Búdda er jú ofurmenni sjálfur og hinir hugljómuðu. Var N orðin hallur undir Búddisma? Varla líklegt. Það virðist ekki passa N betlaramúnkslífið. En hér er N líklega að tala um manntegund sem vex fram eftir að hinir síðustu eru horfnir af sjónarsviðinu. Hin nýja mann sem ekki þjáist af sektarkennd og tjáir sig hraustlega. Jæja ég er bara rétt að byrja á bókinni... kem máski inná þessi mál ef eitthvað hreyfir við mér. En ég er ekki viss um að margir hafi tekið eftir merkilega miklu tengslum N og Búdda.
Bæði þessar aðstæður í samfélaginu... guðstrú að daprast og siðferðisvitund og svo þessar lausnir... ofurmennið sem eini tilgangurinn og jafnframt tilgangsleysið í endurtekningum lífsins..
ofurmenni sem á einhvern hátt hverfur handanvið það svið sem við hin sjáum..
Þessi viðhorf eru ekki mjög uppörfandi en speigla altént ástandið. Austrið fínisérar þetta meira og leggur til iðkun hugleiðslu og vísar leið inn í verðugt líf, laust við armæðu. Samt vill hann ekki fæðast aftur og því á einhvern hátt dapurlegur. (En þrátt fyrir það er hann væntanlega endurfæddur sem Matreija í þessum töluðum orðum) En N missir vitið og verður að ráðgátu.
Hvernig svona gjörólýkir menn í svona ólýkum samfélögum komast að svipuðum niðurstöðum sem hafa svona gjörólýk áhrif (samanber aðdáun fasista á N annarsvegar og friðar og kærleiksstarf búddista hinsvegar) er íhugunarefni. En báðir eru í raun mjög daprir yfir stöðu manneskjunnar og leita leiða út úr þeim vanda að fremsta megni. Leita að tilgangi í tilgangsleysi.
Dauði guðs er í augum Heideggers talin merkja : "hin yfirnáttúrulegi heimur er ekki lengur orkulind. Hann gefur ekki líf" En það merkilega við Búddasið að þessi orð Heideggers eiga ekki allskostar við þar. Buddisminn er fullur af yfirnáttúrulegheitum. Og enginn guð samt. Ja nema hin hugljómaði... ofurmenið. Maðurinn sjálfur í guðlegu ástandi þrátt fyrir guðleysi og fátækt og "valdleysi". Hér ríð búddasýnin í hæstu hæðir. Búddisminn er ekki fullkomið form á meðan þeir hafa ekki samfélagssýn og hinir hugljómuðu neita að taka þátt í fjölskyldunni og afneita þar með áframhaldi. En Búddafræðin kenna okkur samt að hamingja og fullkomnun sé til í þessum ófullkomna heimi og að allir geti og muni geta upplifa þann fullkomna raunveruleika fyrr eða síðar og að sú hamingja og fullkomnun séu allsekki tengd græðgi eða valdi eða ríkdæmi. Heldur nægjusemi og jafnvægi, þekkingu og skilningi. Þetta er vissulega jákvæð sýn á manninn möguleika manna til framtíðar jafnvægis. En samfélag án hentugra samráðsaðferða er ekki með neina stefnu. Því eru samráðsaðferðirnar mikilvægasta verkfærið sem þjóðin á saman.
o ... sjáum nú til N tekur fyrir meistarann í dyggðinni að sofa vel. Hér er það meðalmennskan og merkilegt nokk, búdda talaði jú um miðjuveginn... veg dyggðarinnar. En N að hnýta í vininn sinn ómeðvitaða (eða var hann það?) En vissulega... nú skil ég manninn. Hann er á húmorfylleríi. Háð og spott er auðvitað besta vopnið. Og hann kvartar jú yfir því að menn heyri ekki hvað hann seigir að menn hlusti ekki og skilji ekki... Hann nær engu sambandi við pupulinn. Sumsé hann grípur til satirunnar til að kanna hvort hann fær einhver viðbrögð. Ég finn mig svolítið í þessu líka á köflum hér á netinu. Jú það er hægt að kreista fram viðbrögð með öflugum stíl. Stíl sem ætlað er að vekja viðbrögð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.