eru ráð ráðstjórnarríkjanna fyrrverandi svipuð stjórnmálaaðferð og hið nýja þjóðveldi sem ég hef bent á sem eina valkostinn sem aftengir beina drottnun peningafólks?

Einn góður vinur benti mér á í dag að gömlu komonistarnir í ráðstjórnarríkjonum fyrrverandi hefðu haft svona ráð sem kusu í næsta ráð og þannig koll af kolli í mörgum þrepum þar til toppnum var náð. Og með Stalin á toppnum.

Já hver er munirinn á þessum tveim kerfum ráðstjórnun og 21. aldar þjóðveldi?

 

1. Toppgrúppan í ráðstjórnarríkjonum var jú ekki þjónar fólksins, heldur herrar.

 2. Nýtt þjóðveldi er byggt upp og út frá öllum landsmönnum, ekki bara þeim sem eru í flokknum.

3. Einstaklingarnir í Nýju þjóðveldi þurfa ekki að játast undir neina sérstaka stjórnmálaskoðun til þess að vera þátttakendur. Þeir eru með ef þeir vilja. Þeim er heldur ekki þröngvað til neins þeim sem ekki vilja taka samfélagslega ábyrgð.

4. Einstaklingsframtak er leift og menn rækta ekki allir saman einsog í ráðstjórnarríkjunum í stórum samyrkjubúum, heldur hver fyrir sig eða sumir saman og sumir ekki... sumir lifa á hjálpsemi.

5. Aungvir fastir skattar í þessu kerfi sem ég sé fyrir mér. Bara frjáls framlög. Ríkisvaldið verður allt mun nettara um sig og flest allt sem lifinu tilheyrir er í sveitaþorpinu. Ekki er verið að framleiða fyrir heimsmarkað. Meira fyrir sig og svolítið meira til að gefa mat til þingeldhússins.

6. Stefnt er jafnvel að lágmarksframleiðslu frekar en hámarksframleiðslu. Vistvæn sjálfbær stefna. 

7. Stefnt að vaxtalausu samfélagi.

8. Menn byggja sín hús sjálfir úr efnum sem finnast á staðnum, langmest.

9. Enginn stéttaskipting og enginn sérstakur fastráðin foringi en hópurinn í heild tekur ákvarðanir saman (eða þeir sem mæta á fundi) og mismunandi persónur eru leiðandi í mismunandi málaflokkum bara af áhuga.  

10. Í nýju þjóðveldi er hugsunin að við gerum allt sjálf en enginn er þvingaður til neins. Menn finna sér sjálfir þann farveg í því sem þeir telja að þeir geti hjálpað til með.

11. Heimaþingið ræður á heimasvæðinu og landsþing fjallar bara um það sem öllum við kemur og ræður síða "þjóna" ekki stjórn til að framkvæma það sem þingið vill að gert verði.  Og einnig það er ólíkt ráðonum.

12. Hvað er þá líkt með þessum annars ólíku stefnum? Jú valinn er einn úr hverjum grunnhóp og sendur á þing. Það er það sem er líkt. En þannig eru öll samráðs félagsstörf allra stjórnunarkerfa.

Ráðstjórnin var með fleiri tröppur. Við erum að tala um 3 þrep. Grunnþing, þjóðþing og landsþjóna. Ja héraðsþing gæti verið til staðar. Það er þá líkast til fulltrúi þangað líka úr frumþingonum hvert ár.

Ég held að óhætt sé að seigja að þetta eru ansi ólíkar leiðir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband