Ég finn sterkt fyrir því á fundum um lýðræði..

að flestir eru ekki búnir að átta sig á hvað breytingar eru raunverulega ný stefnumörkun og hvað þykjustu breytingar

Ef við breytum stjórnlögum til samræmis við hugmyndir Vilmundar og eða Njarðar P þá erum við samt með öruggleg áframhaldandi yfirráð þeirra sem aðgang hafa að fjármagni, vegna þess að bein kosning forsetisráðherra eða forseta þingsins geta ekki átt sér stað án kynningar til 300.000 manna og þar hafa þeir sem eiga meiri peninga algert forskot til þess að kaupa sér aðstoð kynningaraðila og væntanlega þá í stakk búnir til að þyggja fjárhagsaðstoð með vissum skilyrðum.

En ef við gerum okkur grein fyrir því að það sem er að, er að við þurfum að aftengja þessa þörf fyrir fjármagn til þess að frambjóðendur fái eðlilega kynningu í hæfilega stóru/smáu formi þannig að allir kynnist í eðlilegum samskiptum og umræðum. Þá erum við með ekki bara aftengingu yfir í peningamannaræði heldur og samráðsform sem algerlega vantar fyrir alla þjóðina að vera þáttakandi í.  Og þarafleiðandi hámarks valddreyfingu og þar með samábyrgð.

Semsagt

aftenging í peningamanna alræðið

samráðshópa og þar með umræðugrundvöll í samfélaginu

samábyrgð.

Og ég vil bæta við einum púnkti:

MIKLU SKEMMTILEGRA!

 Hér er semsagt grundvallandi stefnubreyting.

Og það skemmtilega við daginn var að ég fékk þá umsögn að ég væri með fallegustu hugmyndina. Það er auðvitað vinalegt að heyra það. Og falleg hugmynd er ánægjulegur valkostur. En ég vil seigja að hér sé líka hagkvæmasta leiðin. Og eina árangursríka leiðin frá valdi auðsins. Siðlauss auðs og alþjóðlegs auðs sem vill leggja sjálfræði þjóða í rúst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.