30.1.2009 | 20:15
um nauðsyn staðbundinna samráðsþinga og um tengingu einstaklingsins við heildina í viðráðalegum lýðræðiseiningum
Guðirnir eru vissulega foreldrar okkar. Bæði liffræðilega og minning um frumforeldrana. Og foreldrar okkar eru lika einsog guð að því leiti að þau sköpuðu okkur. Sama gerðist hjá "frumparinu". Þau "skópu" með orðum, hlutirnir urðu til er þeir fengu nafn. Máski vissum við ekki að við vorum til .. ekki aðskilin frá hinum fyrr en kom að tungumálinu og nöfnum fólks. Fyrst er það mamma og pabbi. Allt verður þetta til í fjölskyldunni. Þessi grunnmynd samfélags. Og þar eru allir bræður og systur nema skapararnir, guðaparið. Þau leiða hópinn. Það verða alltaf til leiðandi einstaklingar í öllum hópum. Þeir sem eitthvað hafa fram að færa. En vilji allir ráða, þá þarf samveru til að samræma sjónarmið.
Svo kemur grunurinn um að hlutir hafa sál ef þeir fá nöfn. Verða áhugaverð eign. En hvar varð ég til?
Jú með nefningunni... þegar ég átta mig á því að ég er ekki þú... ég er.... Tryggvi og ekki pabbi og ekki mamma.. það er annað, annar... (sem er í raun bara misskilningur) Ein fruma dansar... og skiptir sé og tvær frumur dansa. Tvær frumur skipta sér og fjórar frumur dansa! Ja hvar verður egóið til? Jú þessar frumur eru algerlega eitt í sínum dansi. En ef þær aðskiljast og hver og ein fær sérstakt hljóðheiti... þá fá þær "egó" hver og ein þeirra Tala nú ekki um ef hugtakið "frelsi" fer að koma inní umræðuna. Þær verða "persónur"...
frumurnar eru svo einlægar og opnar.. þær eru ekki með aðskilnaðartilfinningu. Þær eru fórnfúsar og duglegar og mest fyrir að sýngja, titra, dansa... Vilja líkamanum sem þær byggja saman vel. Vilja sælu og undursamleika (þessvegna er svo erfitt fyrir frumurnar ef við verðum döpur og kyrrsetugefin... þá er gott að taka göngutúr, það er dans, háttbundin taktföst hreyfing) en þær eru samt vel viti bornar, geta lært og skilið hvað um er að vera í öllum aðstæðum. Það sjáum við á trjám sem lifa við of mikinn skugga og egna því fyrir dýr, sér til viðhalds, þær egna eitthvað sem þær láta líta út og lykta einsog kjötbita. Tré semsagt "sjá" og "heyra" og finna líkt og við en samt öðruvísi... geta reiknað út útlit og ástand bráðar og efnasamsetningu og smekk músar... það eru frumurnar sem gera þetta allt og það er ofáætlað að heilinn geymi alla vitneskju.. jú mikið þar en vitneskjan er í öllum frumunum meira og minna... (og hleðst fyrir í hópi "ruslgena" sem við getum ekki lesið. En hið myndræna er þarna uppi í kollinum, en snertiminning er kannski mest þar sem snerting átti sér stað. Í þeim frumum sem snertar voru. Semsagt, við munum með frumonum, og þeir sem fara í trans ná aðgangi að þessum minningum. Út í líkamanum. Þær lesa kannski bara allar boðin frá hver annarri, og fá þar með fjölvíddasýn?... jú hafa semsagt fjarsamband sín á milli, eru tengda.. "ræða saman" "sýngja saman"... bæði minningar og drauma... eru lifandi bæði sem hópur og einstaklingar sem allir vinna að sama markmiði. Að halda mér á lífi. Verunni sem er hópverkefni alveg einsog samfélag. Og þær eru allar tengdir inní umræðuna.
Sama virðist vera uppá teningnum í mannheimum. Þar þurfum við á mjög öflugum samskiptum að halda til að halda saman samfélagi.Þessvegna eru þing ekki bara fyrir útvalda atvinnumen. Heldur fyrir alla þjóðina.
Og einstaklingsupplifunin tengist angist (ángist frelsisins) á meðan samkenndin er tengd gleði og hamingju. Auðvitað er barátta líka í samverunni sem bæði getur þjappað fólki saman og sundrað. Þessvegna er þekking eða vísdómur svo mikilvægur. Vísdómur um hópefli eða "grúppudynamík"
Í litlum hópum með miklu af viltu landi fá menn að njóta beggja þessara upplifana, þar sem menn geta horfið útí auðnina og orðið þar með einstaklingar. En það er önnur tegund af einstaklingsfrelsisupplifun sem gerist í tengslum við aðra, hópinn. Listamenn, málarar og ljóðskáld og já söngvarar þekkja þessa frelsisángist, þessi tilfinning að vera að gera eitthvað stórkoslegt sem allir muni sjá. þetta er furðuleg tilfinning og spennandi en líka næstum óþægileg. Það er einsog eitthvað heilagt sé snert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2009 kl. 17:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.