Loft

hugurinn og himininn og norðrið tengjast. Upp er jú himinninn og upp er norður á kortum... hugurinn er ósýnileg innri upplifun líkt og tómið en hann er stór og mikið pláss þarna.

Loftið er andinn. Lífsandinn. Við erum eldur líka já og brennum afar hægt en samt... við brennum og til að brennslan heppnist þurfum við loft. 

Við erum andardráttur í kringum dauft ljós. 

Þessvegna getum við aukið brunann með því að anda hraðar og dýpra.

Við erum semsagt 80% vatn og soltil jörð... (fáein kíló) og svo eldur... ljós sem andar og við mötum eldinn á orku. Þegar við borðum.

En að þessi vatnspoki skuli hafa vitund og tilfinningar og einhver skuli vera þarna inní þessu sem seigir ÉG... já ég og egg... hafa menn tekið eftir því hvað þetta er svipað og við eigum öll að hafa verið sköpuð úr eggi í upphafi tíma manna..

já að þessi vatnspoki vilji í sumum tilfellum ráða yfir öðrum vatnspokum sem af sér vita og löndum og valdi yfir ÖLLUM HEIMINUM! ja það er óðs poka æði

jú þetta er furðulegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband