vatn

Vatn er minn helsti munaður núna... loksins byrjaður að njóta þess að drekka vatn aftur... í svíþjóð eru brunnar víða þar sem ég hef verið með riði í og mýrarrauða... nú eða vatnið í borgonum.. það er með einhverju eitri í sér... endurunnið eða verksmiðjuunnið. Hrillingur á bragðið. Svona er allt á niðurleið í kringum borgirnar. En semsagt... vatn. Ég var oft að spá í hvað þetta er fallegt orð. Vatn. Þetta furðulega hljóð í nefinu í enda orðsins. Og Vatten hjá svíjum svo skilt. Wasser aftur með fallegri varíjasjón af essum sem vissulega passar við vatn. Vand hjá dönum afar mjúkt og endirinn horfinn í feimnislega þögn þess sem gefist hefur upp við þetta erfiða lokahljóð. Water meira varkárt en greinilega úr sömu smiðju. Og so kom Aqua frá suðri. Þar bregður svo furðulega við að lokahljóðið í vatn gægist aftur in. En vatn er á bakvið öll þessi orð. Íslenskt vatn. Og við erum mest vatn jú...  Og baðóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.