ég finn mig ekki í samkeppnissamfélagi... en ég finn mig í bræðra og systrasamfélagi

Frá því að ég man eftir mér hef ég kvalist af misrétti samfélagsins...  veggir í kringum veggi í kringum ekki neitt. Peningar... og bara peningar og aftur peningar. Fáránlegar reglur og fáránleg vélræn viðbrögð og sljóvguð. Og allan tíma hefur þetta hríðversnað. Það voru má seigja allir búnir að gefast upp...  talandi um "eðli mannsins sé að vera svona ófullkominn" "að honum þurfi að stjórna einsog hundi" og að manneskjan hafi alltaf verið svona og fleira í þeim dúr. Ég fann út að svo var ekki. Það voru tímar hjá mannfóllkinu þar sem samskiptin voru góð. Engin stríð og gott samkomulag.  Um þetta eru fornsögur sammála í öllum álfum. Og máski var manneskjan í sínu besta formi félagslega áðuren við fórum að nota eld. 

Og síðustu 7000 árin höfum verið í stanslausu stríði og stöðugri útvíkkun og aukningu og í meir yfirgang á öllum sviðum. Við líkjumst faraldri. Plágu í líkama lífsins. Og eytrunaráhrif stafa frá okkur. Og ójafnvægið eykst æ hraðar nú. Alþjóðlegi "endirinn" er nálægur. Við hér þegar í svelgnum. Mér virðist ísland hafa orðið fyrir árás frá erlendum auðmannaklíkum. Stórhætta er á að hér séu erlendir aðilar að undirbúa yfirtöku. Þessvegna þurfum við að hugsa óháð ráðleggingum hagfræðinga og ráðgjafa alþjóða yfirtökusjóðsins. Við þurfum að standa saman sem þjóð og taka stefnu út úr peningahugsunarhætti til sjálfbærni sem öll þjóðin tekur þátt í. Annars er sjálfstæðið tapað. Og ekkert ísland til. Bara alþjóðlegar verksmiðjur. 

Stöndum saman gegn sjúkdóminum "meira meira"... sjáum hvernig hægt er að ráða saman ráðum sínum og skemmtilegann og einfaldann hátt.  Meiri og betri samskiptin efla okkur af skilningi. Lífið fær aftur merkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.