30.1.2009 | 15:35
Enn um réttindi..
Einusinni var talað um að guð elskaði alla einsog börn sín. Allir voru jafnir fyrir guði. Þá var guð móðir og faðir.
Svo sáu menn að þetta var ekki alskostar eðligt hvað guð gaf fólki misjöfn gæði og sumum að því virtist ekkert nema armæðu. Almennt séð virtist hann ekki gefinn fyrir réttlæti. Hann virtist elska mest lúmsk dusilmenni og börn jú. Flest börn fengu séns hjá honum. En þó ekki öll.
Þegar guð var alveg horfinn komu mannréttindayfirlýsingar...
Sú frá Sameinuðu þjóðunum var samþykkt 1948
og fyrsta grein
"allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skinsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan."
Hefur þann auigljósa galla að hún er ekki sönn. Mér var sagt að þetta væru ekki lög og ekki staðreind heldur stefnumál. Einskonar markmiðsyfirlýsing. Semsagt einhverjir vilja að einhverntíman verði hægt að seigja þetta með sanni að allir menn séu bornir jafnréttháir.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég gæti sagt ef mér dytti í hug "markmiðsyfirlýsing Íslendinga"
Semsagt hvað mundi ég vilja sjá að við stefndum að sameiginlega kæru Íslendingar?
hvað með: "skógur milli fjalls og fjöru"? (og þar með gefa þeim pössunarrétt á landi sem vilja rækta skóg)
eða máski jafnvel mikilvægara núna: Allir Íslendingar passa landið og miðin og landgrunnið saman en landið á sig sjálft og miðin og landgrunnið. Okkar er að passaað allar lifandi verur hafi séns á að dafna saman hér. (og leysa þar með upp allan eignarrétt en tala frekar um hefðarrétt á notkun lands fyrir menn dýr og plöntur og tré)
En vissulega er ég ekki á móti þeirri hugmynd að við séum öll bræður og systur. Mér finnst það bara alveg grundvöll að því að við getum komið saman og ráðið saman ráðum okkar að við sjáum hvert annað sem bræður og systur...
og ég tel sólina vera tvíkynja foreldi alls lífs. Ég má seigja "trúi" á sólina.
Og ljósið. Og það gera blóm og tré og jurtir líka. Þetta eru allt verur með tilfinningar og hugsun og þrá og vitund. Við mennirnir vorum af þeim skapaðir/þróaðir
Allt líf er ein vera. Og séu menn næmir þá má skynja það. Það eru stöðug samskipti í gagngi milli lífsforma. Bara mennirnir hafa lokað á þessi samskipti að mestu. Hroki heytir þessi veggur á milli manna og annarra vera.
Við erum ekki betri, við erum öðruvísi. Og samt glettilega lík öllum hinum veronum. Við erum með hæfileika okkar frá þeim. Gleymum ekki að við urðum til bara rétt í þessu. Við erum ýngst. Við erum pelabaddnið.
Já hvaða réttindi höfum við og hvaða skyldur?
Og hvaða rétt hafa hinar verurnar?
Mér finnst að við þurfum að sjá þetta allt saman í heilsusamlegum hlutföllum og samveru.
Og það er maðurinn sem þarf að skammast sýn. Ekki dýr og plöntur. Maðurinn er sjúk. Allt mannkyn er statt í hópsjúkdómi sem heitir "meira meira".
Fórum að ræða saman um réttindi við hlið skildu og ábyrgðar. Og rétt lífsins og músa og heiðasóleyja. Ræðum um hvað er rétt breyttni og hvað röng í verkefninu: "við erum landverðir öllsömun og okkar verkefni er að viðhalda lifinu í jafnvægi með öllum þessum líftegundu.
Þá erum við að tala um raunveruleikann og orðin ekki bara skraut og blóm í hnappagati, þegar allir eru sammála um hvað sé rétt og hvað ekki í verkefninu: varðveitum heim lífsins saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.