Réttindayfirlýsing Íslendinga!

Ég nota ekki orðið MANN! réttindi hér í fyrirsögninni því ég vil ræða líka réttindi dýra og réttindi plantna og réttindi manna koma í eðlilegu framhaldi af almennum réttindum alls lífs.

Gætum við komust frá hrokanum sem við sýnum öllum öðrum lífsformum fengjum við möguleika á að ná samskiptum við dýrin aftur. Best væri að spyrja grasið, hvað réttindi vilt þú að verði lýst yfir fyrir þína hönd virðulega gras? Og grasið mundi hugsanleiga seigja... já mjög líklega seigja "ég vil ekki láta trampa á mér og ekki slá mig og ekki láta gera á mér genabreytingar takk fyrir!

Sama mundi held ég ljónið og örnin seigja og ísbjörnin og mögæsin. Enginn vill láta einhverja bissniss hugsandi egótrippara krukka í genum sínum einsog svinið hefur lent í. Og það er bara skömm að þessu öllu sem kemur frá þessum krukkurum í genakristalinn.

En öll þessi dýr sem ég nefndi eru í útrýmingu og fíllinn og gírafinn og flóðhesturinn... þúsundir tegunda eru á förum og enginn veit hve margar hafa þegar horfið á síðustu áratugum.

Versta árásin á dýrin er hvernig kjörlönd þeirra eru eyðilögð eitt af öðru og ekkert lát á. Og svo eru ofveiðarnar. Og svo er það eytrun vatna, jarðar lofts og regns.

Á öllum sviðum erum við einn hörmungarglæpur. Og svo þykjast stjórnmálamenn vera að ná einhverjum árangri. Nei það er bara hreint ekki. Ekkert gerist hjá þeim nema meðvirknin er bullandi við sveitir græðginnar og eyðileggingarinnar.

Algjör niðurlæging mannlegrar reisnar er atvinnustjórnmálamaðurinn í dag. Enda alinn upp í lýgi og á lýgi og kosinn á þing með aðstoð lygavarða og gullkálfa til þess að aðstoða í spillingunni, jafnvel leiða spillinguna í gegnum öll hlið og kýna. Þessvegna seigi ég, þetta eru glæpamenn vanþekkingarinnar og sjálfshyggjunnar. Stærstu glæpamenn lífssögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.