29.1.2009 | 11:55
skoðanir þjóðar sem ekki fær að ræða saman og er undir stanslausum áróðri hagsmunatengdra fjölmiðla gefa ekki bestu niðurstöðuna..
hér er grundvöllurinn undir mina gagnrýni á það sem ég kalla "tjasl" í ónýtt kerfi. Við þurfum að byggja upp nýtt samráðsform frá grunni. Samráðsform þar sem við fáum aðstöðu og tíma til að ræða saman og skapa okkur skoðanir sem eru ígrundaðar. Það er hluti af þessu gamla "forsjárkerfi" allt þetta áróðurskerfi í kringum hagsmunatengda fjölmiðla og þar af leiðandi virkar ekki þjóðarathvæðagreiðsla sem skildi, né heldur kosningar á 4 ára fresti. Þetta er allt eitt sambyggt bilað form sem dregur okkur ofaní sama pyttinn. Þ.e. auðhyggju. Hugmyndafræði sem gengur aldrei með vistfræðihugsun sem seigir, við þurfum að stoppa alla útvíkkun. En auðhuggja seigir við þurfum stöðuga aukningu. Og það er vegna vaxtagreiðslna. Vextirnir eru aukningin. Vextirnir skapa síaukningarárhrif og æ hraðar og hraðar er valtað yfir öll lífsform sem ekki er hægt að græða á. Sem leyðir til útrýmingar villts lands og á endanum til útrýmingar manna.Auðhyggja er í raun hópgeðveiki. Krabbamein á líkama lífsins og dauðaafl. Það er auðhyggjan sem skapar stríðin vegna spennunnar að þurfa að fá meira... frekjunnar innbyggðu í kerfið. Allt þetta hefur runnið sitt skeið og á enga samleið með okkur lengur. Ef það nokkurntíman hafði nokkurn tilgang að útvíkkast svona mikið og fjölga sér, þá er það bara þetta tel ég að ... að læra að við þurfum að kunna að skrúfa fyrir krana. Seigja stopp, nog vatn er í fötunni. Þessi einfalda lexía hefur verið svona erfið. Og er enn ólærð hjá sumum virðist vera. Það þarf alltaf meira og meira þó fatan sé full og fljóti yfir.En ég seigi, stop! skrúfum fyrir! Hér er komið nóg! Er einhver þarna sem að skilur mig?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.