blíðleg bylting en ákveðinn!

hún heldur áfram að dýpka og útvíkkast í skilningi

hún er borin uppi af kærleika og umhyggju einsog viðkvæmt ungabarn

byltingin (og sumir ekki búnir að taka eftir því að byltingin sé skollin á... þetta er svo huglægt og hjartanlegt allt)

en nú vitum við að við búum við þetta verkfæri að við getum kallað á athygli vina á netinu og kallað svo á athygli allrar þjóðarinnar með samstilltum titringi... og ópi. Við getum flutt fjöll og breytt sögunni. Við getum farið frammá það sem okkur hefur verið lofað, þ.e. lýð réttindi og stjórn fólksins. Við getum allt þegar við stöndum saman.  Og samráðsaðferðin skiptir mikklu máli. Hún þarf að geta átt sér stað án þess að fáeinir geti lagt allt undir sig. Náð undirtökunum á öllu í gegnum græðgi sína og slægð í krafti peninga. Við viljum fólk viskunnar fram úr skuggonum. Og ekki síður fólk sem hefur til að bera bæði kærleika og visku.

 Og þegar ljóst er að við getum kallað á athygli allrar þjóðarinnar, bæði í gegnum netið rösklega hálfrar þjóðarinnar allavega og í gegnum fjölmiðla líka með því að skapa athyglisverðar uppákomur þá gerum við okkur smámsaman væntanlega grein fyrir því að við getum skapað löglega þjóðstjórn og hásiðlega sjálf... að við þurfum ekki að spyrja þessa mislukkuðu fulltrúa okkar, þessa atvinnumenn sem nú hafa í raun brugðist bæði þjóðinni og sjálfumsér .. jú vonandi "óvart" mest en samt þessir stjórnmálamenn ættu nottlega að sjá sóma sinn í því að hjálpa til en að við þurfum ekki á þeim að halda til þess að skapa löglegt og siðlegt stjórnlagaþing sjálf og um leið alvöru þjóðstjórnun. Og þá er ég að tala um þjóðþing sem öll þjóðin er með tengsl við og öll þjóðin eignast um leið heimastjórn og stórfjölskyldu og þar með staðbundin tengslahóp.

Ennfremur höfum við þá skapað stórkostlega spennandi þjóðþing og þjóðhátíð á miðju sumri ár hvert. Þá koma menn ekki saman til að drekka áfengi, heldur þvertt á móti til þess að vera alsgáðir saman og til að ráða saman ráðum sínum og njóta íslenskrar náttúru og menningu saman í 6 vikur ár hvert. Ekkert af þessu þarf að kosta neitt að ráði. Við erum að tala um þing undir berum himni eða og í tjöldum. Allt þetta getum við skapað sjálf með því að vinna saman og sameina krafta okkar og hugmyndir. 

Ég tel að beint lýðræði þar sem fólk talar beint saman í hæfilega stórum hópum þurfi að vera grunnurinn í  þessu nýja samstjórnarformi. 

Það að hittast og kynnast á eðlilegan hátt er grunnurinn.

Þar á ofan má nota tölvuna til kannana á skoðunum fólks og senda upplýsingar til þeirra sem ekki komast á fundi. En tölvulýðræði eitt sér tel ég varhugavert.

Í 3. lagi tel ég að best sé að leggja niður alla fjölmiðla að undanskildu netmiðlum. Fjölmiðlar hafa alltaf verið tæki valdhafa til þess að þraungva og smeigja inn áróðri sem þar með skapar misræmi og gefur peninga og valdsinnuðum sérstakt tækifæri til þess að hafa áhrif. Allir þessir fjölmiðlar eru hvorteðer reknir á bullandi taprekstri. Og því sjálfgefið að þeir leggi upp laupana eða dragi saman seglin. Ég ráðlegg fjölmiðlafólkinu að snúa sér að heimildamyndagerð og eigin netfjölmiðlum í staðinn. 

Við erum að tala um að læra af reynslunni og skapa jafnari og skynsamlegra samráðshefð. Ljóst er að peningaæðið tók völdinn og æddi áfram. Þetta leiddi til þess að við misstum stjórnina og keyrðum okkur á kaf í lýgina. Af því leiðir að við þurfum að breyta öllum forsendum og öllu samráðsforminu. Og ég legg til að við gerum það að heiðarleika og einurð og sköpum gott samfélag. Svo ótrúlegir kraftar munu leysast úr læðingi hjá okkur öllum þegar við fáum loks sanngjarnar grunnlínur í líf okkar. Fólk sem farið hefur með veggjum mun koma fram með fegurð sína og gleði. Allt verður hjartanlegra og fallegra og skemmtilegra. 

Og þetta getum við alltsaman gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband