um hvað við getum unnið að og funda um...

það er eitt, að skipuleggja 1. lýðræðis-aðgerðina. Sem er æfing og einskonar inngangur þessa lýðræðisforms,

 Semsagt hvernig skapar heil þjóð  sátt um stjórnunarform? Hvernig skapar þjóð saman viðmið sem enginn mótmælir?

það er að skapa grasrótarhópa allrar þjóðarinnar... hugsanlega með hjálp stjórnvalda og þjóðskrár og tölvuþjónustu. Nú eða án aðkomu ríkis.  Að semsagt skipuleggja öll svæði í einingar uppá 144 einstaklinga í hverjum hópi (nú eða jafnvel bara 100 manns) og fara framm á að allt þetta fólk hittist. Öll þjóðin semsagt. Að það fólk fundi og hafi eins mikil samskipti á flestum sviðum og framast er möguleiki í 6 vikur um stjórnunarformið og kjósi svo fulltrúa allir deildir á stórþing. Þar eru þá mættir um 2000 manns og þeir fara eins að, skipa sér í hæfilega stóra hópa og ræða stjórnformið í 6 vikur og kjósa síðan jafnmarga og grúppurnar eru í toppinn á þessum píramíða.. (væntanlega 13 manns) Þá er stjórnarskráin er rituð endanlega og gerð klár, les oddviti þeirrar grúppu upp hin nýju lög til samþyktar.

Að vinna að því að við náum að sameinast um það að skapa fullkomlega lýðræðislegt stjórnlagaþing. Seiddna mun fólk auðvitað velja sjálft í hvaða hóp það fer. En þessi "random" aðferð kann að vera áhugaverð líka til að finna sinn hóp og til þess að sjá hvernig formið virkar.

Flestir munu væntanlega frekar vilja fara í hóp sem hefur ákveðið áhugasvið. Ákveðin verkefni og leiðir. Til dæmis sækir listafólk oft í aðra listamenn, eða einmitt ekki. Sumir hópar verða opnari fyrir ræktun en aðrir, einsog gengur. Það mun og verða ofaná að fólk finnisér sinn hóp sjálft strax á fyrsta ári þessa fyrirkomulags.

  Og þar með verður einangruninni aflétt sem nú er í tísku á milli fólks í nánasta umhverfi. Sú einangrun er að sliga velflesta. Virkilega spennandi að sjá hvað af því leiðir. Bæði meiri ábyrgð, líf og gleði held ég.

 Að hugsa sér hvað mikil orka leysist úr læðingi þegar enginn þörf er á óánægu með stjórnunarferlið.  Því nú finnst nær helmingur þjóðarinnar draga á sér lappirnar... já vera í raun í viðnámi gegn hinum sem tosa og íta við þeim sem ekki skynja sig með. Vilja eitthvað allt annað. Semsagt samráðferillinn hefur aldrei verið fyrir hendi. En áróður og kúgun hafa ítt öllum í sama mót.

Mikil blessun að vinna að því að skapa samfélag sem streymir saman án þess að einn hópurinn sé að kúga alla hina einsog nú er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.