von mín er sú að þjóðin skilji að hún geti stjórnað sér saman og þurfi ekki á forsjá sjálfskipaðara leiðtoga að halda...(ja nema í stuttan tíma í einu og þá með verkefni, frá stórþingi)

að fólk almennt sjái að það þarf annað form og umræðugrundvöll fyrir skoðanaskipti... og að þessi umræðugrundvöllur "sé eldhúsið" og "baðstofan"... í sögu okkar, er heimilið og nágrenið, sé hópur þar sem allir þekki alla.

Hér er grunnform samfélagsins,... heimilið, hið stóra heimili erum við að tala um... alla ættina hér áður... nú máski ættingja og vini... Að hver og einn tilheyrir ákveðnum hópi fólks og það eru ættingjar og vinir. Í stærra samhengi vinnufélagar. Já ég veit að þetta er flókið. Þessi gamla fjölskylda er öll í brotabrotum og sundruð. En til eru þorp þar sem þessi gamli andi er enn við líði. Já hvernig sem þessir hópar eru stofnaðir, þá eru þeir hin nauðsynlega grunneining í samfélaginu. Án þessarar einingar erum við bara skuggar öll sömun. Og á meðan hleypur fram hver haninn á fætur öðrum í gegnum stjórnmálaflokkana. Mjög svo sjálfsupptekknir og nærsýnir.

Það er semsagt þessi littla eining... það er hægt að gera tilraun í þessu sambandi... skipta bara öllum uppí hópa með hjálp tölvu.. bara tilviljunarkennt yfir allt land og fá þannig fram hve margir mundu mæta á fundarboð. Þessir aðilar mundu svo vera saman í 6 vikur að ræða stjórnarskránna og stjórnunarformið og síðan að velja fulltrúa sinn á stórþingið er allir fulltrúarnir allra smáþingana koma saman og þá með einhverja tvo með sér frá frumþinginu sem halda eiga þessum eina við efnið..   semsagt eftir að stórþingið hefur svo komið saman öllum tillögum sínum fyrst í 13 deildum í 6 vikur og allir kynnst og rætt um stjórnkerfið er kosinn einn fulltrúi úr hverri deild á landsþjónaþing

og þeir klára setja saman hina nýju stjórnarskrá og leggja fyrir þjóðina og þingið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband