Mörgæsirnar

Hugsasér hvað mörgæsir eru ótrúlegar verur. Og háþróaðar félagslega. Og sterk samvinna milli kynjanna. Og mikil áhersla á barnauppeldið. Þarna hefur semsagt einhverntíman í árdaga verið einhver mörgæs að hugsa... hvernig getum við fundið stað þar sem enginn truflar okkur þegar við ungum út okkar barni... hm og svo leið og beið og einn góðan veðurdag var staður fundinn á suðurskautslandi... í mestu vetrarfrostonum... algjörleg brjáluðum veðrum var kjagað fleiri hundruð km leið inn í ísbreiðuna... Og svo er skiptst á við að passa eggin milli kynja 3 mánuði í senn. Og í mesta næðingnum er komin hefð á að skipta um að standa yst í þvögunni... svo þétt er staðið á ísnum að þær finna hita hver af annarri.  Og bara fastað í 3 til 4 mánuðu, sisvona. Allt svoleiðis með ólýkindum skipulagt út í æsar og svo harður af sér fugl og fallegur og spekingslegur. Ég er bara alveg rasandi... já glaður líka að fá að sjá þetta... Að við gætum svo margt lært af þeim. Í félagsþroska. Og Jöfnuði. Og þolinmæði og seiglu..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband