25.1.2009 | 02:30
Þjóðstjórn - framboð til stjórnlagaþings!
ÞJÓÐARSÁTTMÁLI um gott og heiðarlegt samráðs og stjórnarform á Íslandi.
Þjóðstjórn er ekki þjóðstjórn nema þjóðin stjórni landinu saman. Foringjar flokkana hafa ekki rétt til að nota það orð um 4 eða 5 manna stjórn forustumanna flokkanna.
Vilji er til þess meðal allrar þjóðarinnar að endurskoða stjórnarformið á Ísland og sérílagi að tryggt sé að þeir efnameiri hafi ekki betri tök á að koma markmiðum sínum á framfæri en hinir sem safna minna að sér.
Stefnt er að beinu lýðræði með þátttöku allrar þjóðarinnar.
Og þar með raunverulegt jafnrétti og lýðréttindi þjóðarinnar tryggð til að passa landið og menninguna saman.
Fyrst mun fara fram þátttöku könnun. Allir sem lesa þetta eru beðnir að senda öllum vinum sínum "invitation" strax, boð um að taka þátt í þessari þátttökukönnun. Markmiðið er að koma þessari grúppu til allra þeirra 150.000 íslendinga, sem eru á facebook.(eða fleiri helst, með því að bjóða fleirum inná Facebook-vefinn) Við þurfum meirihluta allra Íslendinga á bakvið okkur til þess að þetta verði að veruleika... þ.e. með því að hvetja fólk til að koma inn á facebook og taka þátt í þessu þjóðarátaki og upplýsa alla um valmöguleikana, sem við höfum. Þannig náum við meirihluta þjóðarinnar með okkur, einfaldlega með sannleikanum. Altént til allra sem vilja réttlátt og heilsteypt samfélag hér og það er öruggur meirihluti fyrir því. Og þar með er sigur Íslendinga í þessari sannkölluðu sjálfstæðisbaráttu fyrir nýju og betra Íslandi og endurbættri sjálfs-ímynd, í sjónmáli.
En þetta gerist bara ef hópboðin eru send áfram og að þeir sem sent er til eru beðnir að senda þetta áfram og þá fáum við nógu marga til þess að þessi könnun seigi okkur hvort við stöndum með pálmann í höndonum eða nógu þétt saman til að ná fram þeim skipulagsbreytingum, sem nauðsynlegar eru til að skapa traust og gott samfélag. Ég vil seigja að við verðum að ná því markmiði. Og að við verðum að vera sterk og ákveðinn, því hér er landið, þjóðin og menningin hennar í veði. Peningasiðleysið er í raun að ganga af þjóðríkjum dauðum fyrir alþjóðahyggju auðhringanna og græðgisvæðingarinnar. Þetta er allt eitt stórt plott auðmanna og spákaupmanna og þeirra sem hafa "vinnu" af því að ræna með slægð og harðfylgi í krafti peninga og eða einskærrar frekju.
Stefnt er að því að kalla þennar þjóðstjórnarhóp saman fljótlega eftir að hópurinn fer að stækka og skapa samráðshópa og vinnuhópa um endanlegt forn nýrrar stjórnarskrár landsins. Og já hugsanlega mannréttindayfirlýsingu... og þá dýraréttindayfirlýsing, hvað með hana og hversvegna ekki hugsa til plantna þá líka?
Og væntanlega bjóða fram í næstu þingkosningum. Og þá hugsanlega í samfloti við aðra hópa með svipuð markmið. Ef allt fer eins og best verður á kosið.
Við viljum bara heiðarlegt og gott samráð, meiri valddreifingu, réttlæti og jöfnuð.
Og ef við eigum ábyrgðina saman þá eigum við einnig valdið saman.
------------------------
Hvaða möguleika eigum við á að skapa stjórnkerfi sem hefur nær alla þjóðina með í ráðum?
Það er nú til dæmis hið nýja þjóðveldi sem ég hef rætt um hér á Facebook og á www.tryggvigunnarhansen.blog.is
Hér er gengið í smiðju þjóðveldisaldar. Nokkuð sem Fjölnismenn á sáu einnig sem álitlegan valkost.
Hér er semsagt ekki ritað neitt helgirit um mannréttindi og enginn lögfræðitónn, en bara lýsing á stjórnsýslu og samráðgunarformi sem meirihluti þjóðarinnar þarf að taka þátt í ef þetta á að virka. Og þetta form hefur þann kost að auðsæld gefur ekki aukið vægi við ákvarðanatökur. Altént þarf ekki að gera það. Já við gerum ráð fyrir að mútur séu bannaðar.
Þá er allt byggt upp á beinum samskiptum. Öllu kerfinu stokkað upp. Landsmönnum skipt upp í 100 -150 manna staðbundnar einingar
(samanbr. hverfafélög og hreppsfélög og stórfjölskyldur, ættir og vinahópar),
hæfilega littlar til að allir geti kynnst og kosið síðan einn fulltrúa
(og 2 varafulltrúa með.. sem og halda fulltrúanum við efnið)
á landsþing sem haldið er á miðju sumri í 6 vikur í senn.
(á mismunandi stað ár hvert, tel ég mest spennandi og ákjósanlegt, til að jafna tengslum við landshluta og auk þess að sjá og njóta litbryggða og forma landsins og kynna landið fyrir þjóðinni og njóta þess saman)
Það stórþing
(sem er um 2000 manns, sem er deilitalan, miðað við einn fulltrúa fyrir hverja 144 sem þá er deilt upp í 300.000 manns)
skiptir sér svo í 10 -15 deildir eða hæfilegar einingar til að allir geti kynnst eins og í grunnþingunum og fjallar þá hver hópur um hver sinn málaflokk.
(s.s. umhverfismál, utanríkismál og svo framv.)
Kjósa síðan í lok landsþings, eftir 6 vikur, þegar menn eru farnir að þekkja hver annan, innan hverrar þingdeildar einn fulltrúa, úr hverjum þinghóp, í framkvæmdarstjórn (landsþjóna, landsstjórn) til eins árs í senn. Þar eru þá 10 - 15 manns með framkvæmd þingsins, til eins árs í senn.
og þar er þá lýðræðið virkt og óhult fyrir þeim sem beita vilja þrýstingi fyrir veitta hjálp ogfé, allt slíkt er óþarfi.. Semsagt, með því að fólk kynnist á þessum stór-þingum, þá hafa menn getu og yfirsýn til að velja eftir sannfæringu sinni í málum. Þá erum við loks með LÝÐVELDI sem stendur undir nafni og óháð peningafólkinu... (sem þó hefur sína fulltrúa líka og tillögurétt)
Við getum kallað þetta form nýtt þjóðveldi, þar sem það er að því leiti öðruvísi en gamla þjóðveldið að ekki er þörf á að festast í "embætti" með goða eða foringja í nýja þjóðveldinu og fulltrúi því valinn árlega en ekki til lífstíðar einsog þá var. Semsagt lýðræðislegt þjóðveldi.
Þetta pólitíska afl mun svo hverfa að sjálfu sér þegar markmiðinu er náð. Þ.e. þjóðstjórn er kominn hér á.
Allar aðrar lýðræðisbætur sem menn ræða ganga út á - annarsvegar að hafa allt einsog það en þykjast tjasla einhverjum bótum í gegn einsog t.d. að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og með miklum áróðri og þarmeð auðveldri leið fyrir peningavaldið til áhrifa já og halda kannski samt í flokka, auk einstaklingskjörs, sem er í raun samt bara núll breyting... vegna þess að þá eru þeir sem eiga mikla peninga í betri stöðu til að kynna sig, sérílagi í svona einstaklingsframboðum. Þá geta bílasalar boðið sig fram. Reynslan sýnir að svona einstaklingar geta stundum matað krókin á því að vera í lykilstöðu í stjórnarsamstarfi. Semsagt ekki mikil lýðræðisbót. En hljómar einsog mikill áfangi hjá Ómari Ragnars. Allar þessar aðferðir þurfa samt kynningarherferðir og þar með peninga til að virka og þá erum við á byrjunarpúnkti. Enginn breyting.
Auka-ánægjuvaki hér ef við veljum þjóðstjórnarformið, er svo þessi árlega stórkostlega þjóðhátið frá 21.júni og út júli, sem við þá fáum með þessu formi og allskonar menningartengdum þingum meðfram því stóra og kósí tehúsum og listatburðum og spennandi baðmenningu.
Það er stórhátíð og mikil reynsla og þroskandi fyrir alla. Væntanlega góður matur og miklar gönguferðir og dansar um nætur.
En að það þing er bara fyrir Íslendinga, tel ég heppilegast. Alþjóðleg þing er næsti vettvangur. Eitt annað þrep í samráðsferlinu. En Evrópuþing og heimsþing geta verið af svo mörgu tagi. En í stjórnmálalegu samhengi er ekki spennandi að vinna með stjórnvöldum sem nú ríkja í Evrópu og um allann heim, sem komist hafa að í krafti peningavaldsins. Öll slík stjórnvöld eru dæmd til að valda meiri skemdum á trausti og verðmætum og fólki og náttúru en hitt. Og því ekki álitlegt að hugsa til Evrópu fyrr en nýtt lýðræðisafl hefur rutt sér braut þar. Alvöru þjóðlýðræði.
Og smámsaman munu frumþingin, (hverfafélög og hreppsfélög og stórfjölskyldur) verða sjálfstæðari og nógu öflugar einingar til að taka við flestu því sem ríki og sveitarfélög hafa á sinni könnu nú. Og með afkomumöguleikum og sjálfstjórn um flest mál fyrir utan þau mál sem öllum koma við. Svo sem náttúruvernd og utanríkismál.
Var ég búinn að seigja.. að náttúrurlegir foringjahæfileikar nýtast best í svona hópstarfi. Það er mín reynsla. En það eru þá líka margir foringjar og síbreytilegt hver tekur upp hvaða mál. En fólk sem situr í hring og þar sem allir sjá hver aðra, leitast ósjálfrátt við að sýna sínar bestu hliðar. Og hjálpast því að við að finna bestu lausnina. Og menn finna líka þegar hugur fylgir máli í svona beinu formi og allt verður einfaldara í formi. Minna lagt upp úr valdi en meira uppúr velvilja og almennri skynsemi og samráðshefðinni. Og samráðshefðina má þróa og gera skemmtilega. Með þessum fornu aðferðum, að elda saman og stunda leiki og böð og margskonar tegundir af samráðsformum. Stundum að tala um tilfinningar, stundum um markmið og leiðir, stundum um sögur og drauma og stundum þarf að fá samráð um ákvörðun mjög hratt og þar fram eftir götum. Öll þessi form til samráðs og ákvarðanatöku þarf að kanna og þjálfast í til að saráð verði spennandi, lærdómsrík og ánægjuleg.
En í grunninn er bara verið að kynnast og velja úr valmöguleikum saman.
Og semsagt hér höfum við okkar eigin form til að komast að samkomulagi um öll mál. Við þurfum bara að lýsa því, samþykkja það og prófa það. Jafnvel að prófa það strax. Setja heila þjóð í félagsfræðiverkefni. Að skipta upp landsbúum og eða láta þá raða sér saman sjálfa uppí yfir 2000 hópa og ræða málin um hvernig stjórnarform menn vilja. þar næst að senda fulltrúa á stórþing í 6 vikur. Og þar eru stjórnlögin rædd og formuð áfram. Og þá að kjósa "landsþjóna" sem leggja fyrir þjóðina þingsályktunartillögu. Og þá er kosið aftur um stjörnlögin.
Þegar þau hafa samþykki meirhluta þjóðarinnar höfum við eignast Ísland aftur. Og með reisn. Öðruvísi verður það ekki gert með reisn.
(þetta setti ég inná facebook í grúpp... þangað hef ég bara sent invitation til þriggja aðila og spurt hvað þeim finnist... Ja ég er á því að þetta sé of langur texti fyrir grúppu sem ætlar sér að stækka verulega en samt finnst mér frekar erfitt að stytta þetta. Gæti þó reddað þessu með því að hafa link hingað á þetta plagg og stytt svo textan þarna á facebook verulega. Tillögu um hvað má helst falla út á grúppusíðunni á facebook, af þessum texta hér fyrir ofan, má gjarnan senda á mig, ef einhver gerist svo djarfur að lesa þetta. Einn góðan veðurdag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2009 kl. 17:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.