Þá fer peningafólkið úr landi með alla peningana ef það fær ekki að ráða öllu...

já, gott og vel, þá bara fer það... en ekki er ég viss um að það fái að halda því illa fengna fé sem það hefur yfir að ráða. Það er í raun léttir samt að þeir sem ekki geta hugsaðsér neitt annað en ofríki yfir hinum, haldi sig þá bara fjarri öðrum þar til menn hafa vitkast alltént.

Við munum þá fá betri frið, við hin sem viljum jafnvægi og listir og sjálfþurftarbúskap að hluta eða öllu leiti. Það er svo óskaplega gaman að versla við fólk sem framleiðir sjálft sína list og varning. Þá ver að glitta aftur í þetta viðhorf að það er ekki sama hver prjónaði þessa peisu. Sérstök stemning og orka í handverkinu.  Peningar eru bara verkfæri til að einfalda samskipti. En ef peningar valda meiri vandræðum enn þeir leysa þá er ekki víst að þeir eigi framtíð. Vextir eru jú annað en skilt. Vextir valda stríðum og spennu og þörf á meiri framleiðslu og meiri samkeppni. Ég vil seigja að vextir eigi enga framtíð fyrir sér, því þeir skapa mun meira vandamál en þeir leysa. Ef þeir leysa þá nokkurn vanda yfir höfuð. En líf án vaxta þarf ekki að vera líf án peninga. Það er bara ekki verið að græða á þeim. Spenna fólk upp og pína áfram. Þá lána menn bara af því að þeir hafa trú á verkefninu. Eða gefa. Mér finnst verulega áhugavert að kanna hvernig það gengi, að fara út í vöruskipti aftur. Það eru til svona vöru og vinnuskiptabankar á netinu. En gamli markaðurinn er nú alltaf bestur og einfaldastur og mest raunveruleikatengdur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband