24.1.2009 | 16:57
Ímynd Íslands verður ekki reist við öðruvísi en að breyta svo rækilega um stjórnarhætti að peningafólkið hafi ekki undirtökin..
Heldur að allar skoðanir og allir hópar landsins deili ákvörðunarvaldinu á milli sín og verði þar með að hafa samráð um alla hluti. Og þetta form er til og það heitir NÝTT ÞJÓÐVELDI! Form sem ekki er byggt upp á áróðri í höndum peningavaldins eða nokkurs annars valds. Heldur samræðu í hæfilega stórum samstarfshópum til þess að fólk geti kynnst og með hæfilega miklu félagslífi (matast saman og ganga til baðhúsa og stunda leiki) í hverjum hóp til þess að tryggt sé að þáttakendur í hverjum hóp kynnist án þess að áróðursaðferðir komi þar neitt nærri. Semsagt persónuleg kynni ráða vali til þings og framkvæmdarstjórnar (þ.e. framkvæmdarþjóna þingsins)
Ef við förum þessa leið (sem er líka sú alskemmtilegasta og einlægasta leiðin) þá erum við að seigja, VIÐ ÆTLUM ALDREI AÐ LÁTA PENINGAFÓLKIÐ ÆÐA ÁFRAM MEÐ OKKUR ÚT Í GÖNUR!
en ef við veljum að tjasla lítilsháttar í stjórnlöggjöfina og setja inn þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum stíl, þá erum við ennþá á sama staðan. Ekkert hefur þá breyst. Þeir sem vilja ráða, selja (sannfæringu sína) sig þá fyrir kosnaðarþáttöku í kynningarkostnaði og þá er auðvelt að gaspra sig áfram, vinna með sérfræðinga og ímynd og p.r. sérfræðinga, án þess að meina nokkuð annað en baráttu fyrir bættum eigin hag. Ef menn ráða fjölmiðlum sem fram til þessa hefur mest verið í höndum sjálfstæðissölumanna, svo og ölllánafyrirgreiðsla, þá erum við að fara í sama farið og áður. Eða beinustu leið í hámarks ójafnvægi og eyðileggingu á Íslandi og Íslenskri menningu.
Og það viljum við ekki!
Lifi Íslenskt þjóðveldi
Lifi beint lýðræði frá grasrótinni
með þátttöku allrar þjóðarinnar í ákvörðunarferlinu! Og valkerfi án þess að til þurfi að koma áróður. Og þar með svindl sem byggir á ójafnri aðstöðu til að hafa áhrhrif eftir fjárhagsaðstæðum. Hér er grundvöllurinn undir stefnubreytingu.
Og það þarf að þjálfa alla þjóðina til að taka þátt í uppbyggingu lýðræðishefðar sem við getum treyst að nýtir alla bestu eiginleika þjóðarinnar til að læra að fara gætilega að náttúrunni, undirstöðu lífs okkar allra sameiginlega.
Og hér er hin nýja ímynd þjóðarinnar. Ímynd sem hún min aldrei þurfa að skammast sín fyrir og efla mun aðrar þjóðir til betri stjórnarhátta.
Þjóðveldi, þjóðmenning og vistvænn sjálfsskilningur til framtíðar. Þá erum við að vakna, þegar við sjáum heiðarlega og sanngjarna framtíðarsýn saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.