Hið Nýja Þjóðveldi...

Á að byggjast á öflugri þingmenningu með þátttöku allrar þjóðarinnar.

Nýjum lífsgildum!

Svosem, fullt tillit til náttúrunnar og allra liftegunda og því stefnt að stöðvun á aukningu, afnámi vaxta og stöðvun á fólksfjölda. Stöðvun á innflutningi á útlendingum að neinu marki. Til þess að fá jafnvægi á verðlag, þarf að stýra svo málum að öll aukning stöðvist. Að manneskjan læri að lifa lífinu í jafnvægi, svo að hið villta land sé áfram til staðar fyrir villtu dýrin og plönturnar. Því fyrr því betra sem við stöðvum útvíkkun mannsins hér sem og um allan heim. Aukinn fjöldi er ekki til bóta en aukin gæði er nóg pláss fyrir.

Skilningur á sögu mannsins frá því í árdaga fyrir og eftir að eldurinn var beislaður og hvernig sagan fyrir víkingatímann hér hefur verið loginn í burtu, tími álfanna, tíminn sem við meigum vera hreyknust af, því það er sá tími sem við vorum hvað mest og best vistvæn og félagslega og andlega og líkamlega mun heilsuhraustari. Þá vorum við sjálfbær og mjög listhneigð og skapandi menning. Á meðanað nú erum við lasin menning, hrædd og vonsvikin menning og bæld. Stórskuldug og svikin menning. Hálfyfirtekin eða í herkví af fáeinum valdsjúkum útlendingum og innlendra skoðanafélaga þeirra.

Og þar með þjóðlega sýn og heilsusamlega. Við höfum það verkefni að bæta fyrir álitshnekk bæði innra sém ytra og við setjum merkið hátt. Við viljum gott samfélag, með fjölbreyttu samstarfi og þáttöku allra sem vetlingi geta valdið. 

Og auðvitað alþjóðlegt samráð og hyggjuvit.

Sérstaklega í sambandi við kynningu á vistvænsku og jafnvægisbúskap annarsvegar og góðu lýðræði hinsvegar.

Og að vera má að við ættum að leggjast gegn þessari miðstýringu á kynningarefni og áróðri. Að stefna að því að leggja niður alla fjölmiðla nema heimilistölvuna um sinn. Til að gefa fólki jafnari möguleika á að flytja fregnir og hugmyndir sem eru til góðs þó að það sé enginn einstaklingur sem græði á þeim. Og þetta gróðavandamál er einmitt höfuðvandamál. Því þarf að gefa öðrum þáttum ekki minna vægi en sjálfsbjargarhvötinni. Það verður ekki gert öðruvísi en að hleypa öðrum sjónarmiðum að í umræðuna. Opna fyrir möguleikann á að þeir sem tala með hjartanu verði heyrðir. Þetta fólk er ekki vant að berjst til að geta tjáð skoðanir sýnar. Þessvegna þarf virkilega öguð og opin þingmenning að þróast hér. Og þó við státum af mörgu færu fólki í að tjá sig, þá er tölvert í land að þjóðin hafi á valdi sínu að hafa ánægjulegar og skemmtilegar og uppbyggjandi samræður... ja nema örfáir og fæstir mjög sýnilegir. Það er list að hlusta og list að tjá. En sterkust er hjartatjáninginn. Þá þarf ekki blað og pr vangaveltur er menn og konur tala frá hjartanu. Og allir taka eftir því sem þannig er mælt... með allri verunni og í heilindum.

Hvað eiga menn þá að gera?

það er ræktun og söfnun, listir, náttúrufræðirannsóknir og tjáning og auðvitað þingstörf bæði heima og í tengslum við stórþingið, lækningar og hjálparstarf... böð og matreiðsla og heilsurækt og barnaumönnun og uppeldi. Þetta er nú þónokkuð. Og ferðamannaþjónusta bætist kannski þar ofaná. Fiskveiðar og skógrækt þar fyrir utan. Hér er verið að leita að einföldustu og heilsusamlegustu leiðanna. Það sem skapar jafnvægi milli allra þátta og hamingju til framtíðar.

Hér er nú og framtíðarsýn fyrir þessa þjóð. Og vonandi allt mannkyn og lífið á jörðinni.

---------------

Mér hefur funndist stóraukast vitleysisgangur stjórnvalda á síðustu áratugum og loks varð það augljóst hve illa er stjórnað og af ótrúlegu hyggjuleysi. Og frekju og skammsýni. En nú er mál að linni. Ef við vöknum ekki nú tapast allt sem íslenskt er. Bæði þjóð og tunga og allur arfur kynslóðanna gloprast í svaðið. Þessara svokölluðu heimsmenningar, en sem er í raun heimsómenning. Heimssjúkdómurinn auðhyggja..  sjúkdómur græðgi og fyrirhyggjuleysis.

Látum os hvíla í hugsuninni um jafnvæði og sjálfbærni og samráðsþing. Opnum huga í brjósti í þá átt. Og njótum þeirrar sýnar. Því þangað erum við að fara. Og þó ferðin sé löng, þá vitum við hvert við erum að fara. Það er okkur viti og vísdómsljós. Leið frá sjálfsforræðismissi, vantrausti og vanvirðu til raunverulegs sjálfstæðis, samráðs, trausts og sjálfsvirðingar.

 Og ég er alveg á móti þessu orði flísbylting... það er gerfiefni og tilfinningin er einmitt að margir vilji gerfilausnir... ég vil hinsvegar ekta lausnir og þessvegna á ullarbyltingin betur við listbylting, þingbylting, græn bylting, bylting frá maga og haus yfir í byltingu hins vísa hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.