22.1.2009 | 15:39
jú... 3. í byltingu..
Ég kann best við mig meðal "mússíkalskra" mótmælenda... rithminn var heillegri við þinghúsið en hjá þjóðleikhúsinu fannst mér. Ég er svona að gera mig klárann í að rölta útí næðinginn. Mér finnst bara ljóst að "sjálfskipaðir byltingaleiðtogar þurfi að vera með það alveg á hreinu að við erum ekki með neitt lýðræði fyrr en við höfum búið svo um hnútana að gróðaspegulantar hafa ekki nein undirtök í ákvarðanatökum og það gerum við ekki öðruvísi en með grunnforminu sem ég hef bisast við að lýsa hér og kallað nýtt þjóðveldi. Semsagt fólk sem kynnist í hæfilegum stærðum og tímalengd saman til að þekkjast og svo val á fulltrúa. Þar á ofan getum við hnýtt við þetta hugsanlega tölvukeyrðum þjóðaratkvæðagreiðslum til að koma fulltrúum frá til dæmis, hugmyndum einsog Jón Þór er með (http://jonthorolafsson.blog.is/blog) En grunnurinn þarf að vera algerlega laus við þörf á áróðri og tengjast öllum landsbúum. Annars fer allt í sama farið.
Og bráðabyrgðastjórn er einmitt tilvalinn vettvangur til að æfa þetta form, þetta nýja þjóðveldi. Að skipa öllum landsbúum í lýðræðiseiningar. Frumþorp og hverfafélög. Og að allir sem vettlingi geta valdið, séu með í þessu. Slík Bráðbyrgðarstjórn er þá með alla þjóðina á bakviðsig og hóparnir senda fulltrúa sína með hugmyndir að lausnum á stórþing sem vinnur úr þeim hugmyndum tillögur sem framhvæmdarstjórnin hryndir í framkvæmnd. Þá erum viðmeð þjóð sem stjórnar sínum málum í sameiningu. Og þá erum við með samábyrgð. Fólk fer eftir því sem það hefurákveðið saman. Og þarafleiðandi verða mun færri ágreiningsmál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Athugasemdir
Já þú ert að fara í rétta átt.
Ég hef viðrað hugmyndir um fulltrúa-laust lýðræði á mínu bloggi. Eitt er víst að kosningar til þess eins að skipta út fólki eða flokkum breytir í sjálfu sér litlu og engu til langframa.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 22.1.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.