söngur hjarta mín

Ég þarf að byrja minn söng á kvalaópum og saknaðarópum og andvarpi

ég er með mjög sært hjarta og brotið

ég hef ekki börnin mín hjá mér, 

þeim sem ég elska hef ég valdið vonbryggðum

ég er grátandi alla daga í hjarta mínu af þrá að lækna og lina þessa kvöl og þetta sár

ég vil geta umgengist þau og stutt þau, þessar manneskjur og þetta land, þessa jörð, dýr og líng og blóm

því geng ég ekki alveg heill til skógar...  þó mér langi til að vera hér og byggja borgir grænar... kotið hringlaga... í anda álfa frá því fyrir komu víkinga hingað og ekki síst fyrir lok ísaldar... fyrir flóðið. Áður en til uppreisnar kom gegn hinni fornu móður. Eddunni. Lohi, eintentu galdrakonunnar í Pohola, í norðri. Hinumegin við fljótið Élivogar og yfir regnbogabrú að fara. Og komið í helli, hvar gall í hvernum Hvergelmi.  Ég hugur minn hvarflar víða og hjartað er sárt.

Þessi söngur er ámátlegur og aumkunnarverður. En líka með þrá... vilja til að skila einhverju góðu fram. Seigja sögu. Vísa veg... fara veg sem ekki hefur vetið farinn í yfir þúsund ár. Veg í átt til ljóssins og kærleika og hreinleika og sannleika. 

Ég þarf að skoða allar þessar tilfinningar ef ég á að sjá í gegnum þessi sár og lokur og tár... öll þessi ár. Og sjá handanvið það sem mér einum viðkemur. Sjá stærra samhengi og sjá enn víðar og um vítt. Sjá líftegundirnar... sjá hvernig hver tegund er einsog viðkomustaðir... augnablik í egin þróun. Og hver með sína visku að gefa af. Skilningsglætu um eigindir lífsins.

Það er margt sem þarf að heila í þessu brjósti. Og í samskiptonum. Og það er allt tengt hið innra og hið ytra. Þegar eitthvað læknast innra þá læknast líka eitthvað í samskiptum og þegar eitthva læknast þarna úti þá minkar aðeins sárið.. eða sárum fækkar... sár gróa. Sum hægt, sum betur, sum ekki og halda áfram að blæða og gefa sársauka og beiðni um lækningu. En útaf þessum orsökum gæti ég þurft að fara aftur til skandinavíu. Mér þykir það sárt að fara héðan... hér er landið sem ég hef lifað fyrir. Og menningin sem ég hef mest unnað. Hér er nú skálmöld og mikil reiði í fólki og jú ég vil hjálpa til.  Vonandi næ ég að byggja lítið kot einhverstaðar og hafa garðholu og aðgang að hreinni náttúru og berjalautu.  Svona einfaldar eru mínar þrár orðnar. Bara að geta stutt við eitthvað gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband