og núna rölti ég á fund... og aftur heim

mikið spennandi að sjá hverjir koma á þennan fyrsta fund

 séykkur á Hljómalind á eftir

 kær-leikur

------------------

jæja það komu 12 eða 13 manns... heppileg stærð fyrir þennan sal má seigja... og margt rætt... bæði fornar aðferðir og nýjar, allt frá hinu nýja þjóðveldi til mjög svo öflugra dulkóðunar sem leyst geti banka af hólmi og hjálpað til við kosningar. Þarna voru tveir ungir öflugir menn með hugmynd um þingvallahátíð á komandi sumri. Við létum "talstaf" ganga sem var að vísu trésleif og Maggi kom með góðan púnkt um að ég mætti tjá meira hvað væri svona aðlaðandi við steinöldina,... þetta skemmtilega. Og ég er honum mjög svo sammála og mun gera eitthvað í því. Bæði í máli myndum og tónlist vænti ég. Þorvaldur kom með margar góðar sögur og með skinn sem hann vildi að allir mundu rita eitthvað á eða lita. Þetta fannst mér mjög svo viðeigandi og fann skildleikan í hugsunarhættinu af því að á þingum er ég gjarnan með svona hópmálverk í gangi sem ég kalla "sýn" (vision painting) og er fastur liður í öllu hópstarfi hjá mér í mörg ár en núna hafði ég gleymt þessu en eg kom samt með hljóðfæri með mér, bæði handtrommu og pinnahörpu. Geir gamall nemandi úr torfhleðslunámskeiði var mjög hlýr og opin fyrir öllum þessum hugmyndum, vel inní dulkóðatækninni en líka mjög opin fyrir gömlum aðferðum...  Og Áslaug mjög opin og hún var áhugasöm um menninguna.. hina fornu hér ... og hún kom með dóttur sína. Margir fleiri lögðu orð í belg og ekki síður hlýju. Einn Íslenskumælandi norðmaður birtist svo þarna undir lok fundar uppúr 22. Opið hugarfar og hlýja mundi ég seigja að hafi verið einkenni þessa fundar. Já ég var svolítið órólegur fyrir fundinn, hef ekki staðið fyrir samkomuhaldi um langa hríð, en það var óþarfi. Allir voru í raun í mjög jákvæðum stemningum. Meiningin var einfaldlega að halda annan fund. Rætt var um að það séu nú þegar fjöldi af hópum út um allan bæ þegar farnir að ræða lýðræðishugmyndina út frá mörgum sjónarhólum. Takk fyrir fundinn öll sömun. Mikil upplyfting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband