11.1.2009 | 20:31
enginn sýn? jú hér er sýn!
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/6664/
enginn framtíðarsýn?
þeir seigja báðir Njörður og Egill, í lok myndbandsins að það sé enginn sýn, þeir sjá enga sýn og máski er þetta áfellisdómur á mig að ég eigi erfitt með að tjá mig en svo er ekki finnst mér.. ég er öflugur að tjá mig...en ég vil semsagt seigja að ég hafi haft sýn fyrir hönd íslands í 30 ár og tjáð þá sýn í allar áttir í 30 ár og ekki slegið af og þrátt fyrir mikil áföll aldrei gefist upp en það kemur svo í ljós að enginn eða kannski bara örfáir hafa tekið eftir því að ég hafi verið að tala um framtíðarsýn Íslands... áhugaverða heildstæða haldbæra hálýðræðislega jafnvægisfulla hamingjuleið án auðhyggju og án kommonisma og án alþjóðahyggju og án þjóðernishroka en samt í anda og virðingu við forfeðurna og með hag barna og fjölslyldna framtíðarinnar. Þetta var árið 1981, fyrir 27 árum, eftir mislukkað heimspekiþing í HÍ, að mér fannst, kallað Understanding. Og kallaði það þing, "talking heads" og "lordaleiki". Semsagt skortur á hér og nú og ástandi mannesjunnar inní þessu allt til sölu búri sem við erum í. Mín kynning á SÝN fyrir hönd Íslands byrjaði með te-hátíð. Kynning á sjáfbæru þorpi allt byggt úr torfi og hringlaga húsakosti.
kannski má spyrja, hver er ábyrgð þeirra sem ekki hlusta, ábyrgð þeirra sem við stýri sitja og hvar eru fjölmiðlar sem ekki sjá að þjóðin hefur enga sýn, enga stefnu, engin háleit markmið. Og að þessi sýn er þarna enn, það hefur bara ekki verið á þá hlustað sem hafa sýn sem gengur upp. Ábyrgðin er hvergi. Allir eru bara að koma sínu að og sínum en enginn með sýn. Ja þeir með sýn þagaðir í hel. Eða ekki séðir fyrir skvaldri sérhagsmunastefnunnar.
Og hvernig er þessi sýn þá? Jú að við stýrum svo málum að við verðum vistvæn, sjálfbær ofurlýðræðisleg þjóð. Og þar með fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna að grundvöllur menningarinnar er sá sem að allar frumþjóðir standa á. Að landið á sig sjálft eða er í eigu guðs. Að það er ekki hægt að selja. Að við eigum að umgangast landið einsog helgidóm. Taka ekki meira en við gefum því og virða allra tegundir lífs til síns frelsis einsog að við viljum nægilegt frelsi til að okkur líði vel. Og að þessu fylgir sú ábyrgð að ekki má stöðugt auka við. Það þarf að gæta jafnvægis. Og það yrði fyrsta heilbryggða þjóðstjórnunaraðferð á vesturlöndum í meira en þúsund ár. Semsagt við stöndum á tímamótum. Við höfum val fyrir framan okkur. Að standa kjur og ráðþrota, að stíga hænuskref eða fullt skref. Við þurfum að fá fjölmiðla og fólkið í landinu til þess að ræða heildarsýn og sjá hvaða sýn stenst skoðun og fara þá leið. Þá fyrst mun Ísland verða ljós fyrir aðrar þjóðir í heidrænni stefnu og sanngjörnum samráðsstjórnunaraðferðum.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2009 kl. 07:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.