Um hugmyndir Njarðar P í samanburði við þjóðræði/þjóðveldi/LÝÐræði

sjá viðtal við Njörð hjá Agli 11.jan 09... birt á upplýsingavef Hönnu Láru  

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/6664/ 

Vissulega er til bóta að aðskilja stjórn og þing einsog Njörður leggur til og jafnvel ágætt að kjósa forseta þings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í hæstamáta grundvallaratriði að þingið starfi sjálfstætt og að stjórnin sé þjónn þingsins en ekki öfugt.

En eftir stendur að 49 manns eða 41, stjórna þá öllu í 4 ár og sem er 1 af hverjum 6500 í slíku kerfi (sé miðað við 49 deilt í 320.000)

En í þjóðræði því sem ég hef lagt til, ráða rösklega 2000 fulltrúar allrar þjóðarinnar á stórþinginu og í raun öll þjóðin því þessir fulltrúr heimaþinga eru í beinum tengslum við alla sína fjölskyldu allan tíman en ekki bara á 4. ára fresti fyrir framan kjörkassann, einsog nú er eða í kerfi Vilmundar og Njarðar, kjósandi fólk sem það þekkir ekki nema í gegnum áróðursmaskínu og þá er og öllu fjármagnskerfinu ennþá auðið að styðja "síns" frambjóðendur ef þeir lofa þessu og lofa hinu og þannig peningafólkið með stjórn á öllu.  þá er allt við það sama.  Meðan að stjórnunaraðferðin þjóðveldið er með alla í jafnri stöðu hvort sem menn eiga mikla peninga eða littla. Og því tel ég að hugmyndir Njarðar séu gott innlegg en hrófli samt ekki nógsamlega við undirstöðum samfélagsins sem hann seigir sjálfur að sé forsenda fyrir grundvallarbreytingum í viðtalinu.

En ég er sammála því að rjúfa eigi þing, þetta er í raun allt eitt risastórt lögbrot hvernig þessir stjórnmálaforingjar hafa hrifsað öll völd. Landráð og landssalan í fullum gangi ennþá. Og hagsmunapot.  En hvernig ætti að skipa þá neyðarstjórn? Og hvernig ætti að búa til nýja stjórnarskrá? Er nóg að leggja verkefnið uppí hendurnar á fáeinum útvöldum einsog tilhnegingin er og hefur verið hér? Hefur það gefist vel? Nei, til þess að skapa sátt um slíkt verkefni þarf einmitt alvöru þjóðstjórn. Og það er nakvæmlega það sem ég hef lagt til. Þessa aðferð má forkanna þá hér og nú. Skipta landinu upp í hópa sem eru 144 manneskjur í hverjum og fá þessum hópum það verkefni að koma með tillögur og senda síðan einn fulltrúa (með tvem örðum til aðhalds að rétt séu skilaboðin frá grunnhóp) og koma síðan allir þessir fulltrúar saman og eru það rúm 2000 manns og þeir skipa sér uppí 12 (eða fleiri) hópa og vinna úr þessum tillögum með sama hætti... senda fulltrúa úr hverri deild (með tvo til að stoðar svo þess sé gætt að tillögurnar séu rétt fram settar) og þá eru eftir 12 manns (eða fleiri) sem ljúka verkinu og kjósa sér svo einn mann (með tvo sér við hlið til stuðnings) sem les upp tillögu að nýrri stjórnarskrá, sem þá hægt er að leggja til og þingið blessar og þjóðin og allir. Helst þarf þessi skrá að vera einhugur um. Ef einhver mótmæli berast er það skoðað og hinir 12 fara yfir allt aftur. Og leggja fram aftur.

Þá erum við búin að byggju upp undirstöður að öðru lýðræði í landinu og orðin fyrirmynd allra þjóða í lýðræðismálum og listinni að stjórna í réttsýni og bræðralagi og systrasöng þegar við áttum okkur á að öll þjóðin þarf a'ð vera beintengd í heilu lagi við stjórnfyrirkomulagið. Altént fyrir þá sem vilja, enginn er neyddur til að mæta á fundi í sínu hverfisfélagi eða heimasveit. En þessi stjórnunareining er þarna hvenær sem menn vilja. Og þar með beinn aðgangur að stjórn landsins. Stórþinginu, æðstu stofnun þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband