mótmæli og sýningar

Í dag er ég nær ósofinn en sofnaði þó aðeins í morgun og var því of seiddn á Evrópufundinn en fór á Kjarvalstaði, en þar var þá fyrirlestur og ég fór svo á Austurvöll og þar var margt um manninn. Líklega 7 til 8.000 .. ja hver treystir sér til að telja?  Þorvaldur flutti sköruglega ræðu og söngur hans sló þó öll met. Og Lilja Mósesdóttir var ágæt líka. Kaffi hjá vinstri grænum og svo kom ég við á sýningu í listasafninu... virtist vera með þema í hönnun... alltof alþjóðleg en raunsæ má seigja... svo fór ég aftur á Kjarvalstaði. Kjarval er bestur, það er svo gott að koma til hans. Og þá var enginn. Thor Vilhjálms skaut svo upp kollinum... hann kærði mig fyrir að taka myndir. Ég sagðist vera í borgaralegri ólhlýðni í þessu máli... væri hér með lægstu upplausn hugsanlega í videokameru og ég væri ekki í bissniss og að Kjarval væri í eign þjóðar og borgar en ekki neins einkaklúbbs...  og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að aðdáendi mættu fá myndir til að skoða og kynna meistarann, í svona einkabrúksvél. Hélt áfram að mynda. Stelpurnar tóku þessu bara vel.  Yndisleg myndlist. Og ekkert að því að hafa þær þétt. Ótal gluggar, lítil andleg sendibréf til þjóðarinnar mætti kalla þennan óð til lands og þjóðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband