að finna til.. njóta vaxa og vera til í sköpun! það er máski eini sénsinn, þrátt fyrir allt

að streyma í hamingju, ja það gerist helst þegar mig er að dreyma

líka vakandi og jafnvel með þér

 alveran kæra

það bregður fyrir svona myndum, þetta er einskonar þrá, lokkandi möguleiki, veruleiki í sjálfumsér 

en einn veruleikinn er kjallari og talva og nótt og frekar kaldranalegri í borg sem tapað hefur áttum

í fallegu landi samt, þar er ljós púnktur og meðal  margra sem þrá betra líf, meiri opnun, meiri gleði og léttleika og raunveruleika, jarðtengdara líf, líka meira lofts og anda

 

 en ég er að verða svo vanur einveru og bara í smá samveru af og til, mest á mótmæla og krísufundum.. ja lít við á listsýningu á morgunn

í Svíþjóð heimsótti ég gjarnan einhvern þingstað þar sem haldnir eru mót á hverjum jólum og um mitt sumar eitt árið í Svíþjóð og annað í Finnlandi og þannig koll af kolli milli allra Norðurlandanna. Mjög náttúrusinnað fólk og ekki í neinum sérstökum trú eða pólitík en samt fylgjandi náttúrulegu lífi almennt. Oft á sumrin bara með hlóðir. Enginn dagskrá sérstök gefin upp en mjög fjlbreytt í raun. Allskonar námskeið, listir, dansar söngvar, spjallfundir, sögufundir og námskeið, böð og eldunarlist.. tjaldhönnun og leikir. Þetta hefur verið nánast fastur liður hjá mér í 4 til 5 ár.. þessi þing.

Núna eftir að ég kom heim þá sleppti ég jólum á þingi og var hér

      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband