10.1.2009 | 02:16
í stað þess er ég einn í kjallaranum... að skrifa þér
hvað er að svona veru, sem dreymt hefur sama drauminn árum saman og áratugum um kósístaðinn heilaga, þar sem allir eru nánanst eðlilegrir, hver í sinni eigin "brjálsemi" en friðsamir, skemmtilegir og sanngjarnir og nægjusamir við hvern annan en afar frjóvir og þó fyrir það að vera einir á stundum..
hver í sínum helli eða kofa, kósístað og já máski hundrað metrar á mill, máski kílometri, máski 10 metrar... eftir smekk og vilja
og ég er ekki kominn lengra með þessa sýn en það að ég sit inní Reykjavík í kjallaraíbúð... einn
og skrifa dagbók
afar langt bréf til þín um hvernig mér lýður og hvað flýgur í gegnum hugann
Og nú bíð ég betra veðurs... ég vil leita lands og byggja bæ í gamla stílnum
hringlaga torfbæ... álfakot
ha... eigum við að fara að skyggnast saman eftir góðum stað?
hvaða staður er góður?
við haf eða ekki allfjarri
ekki fjarri byggð heldur en hæfilega langt frá líka
lækur... hiti í jörð ekki langt frá eða best baðstaður í náttúrunni er mjög aðlaðandi en er það óraunhæft að hafa svoleiðis í huga?
torf og grjót jú ég horfi á svoleiðis... að það sé nálægt er kostur
rekaviður er mikil búbót
náttúrufegurð aaa hvað fleira... veitekk, heldað það sé komið og vel það
ef ég finn svona stað þá er ég hæstánægður og þó það væri ekki allt sem er á listanum... það gæti sloppið vel
hvar á landinu?
mér finnst allt landið vera aðlaðandi... allir staðir spes, öll svæði
en suðvestur og vestur og norðvestursvæðið hefur verið sterklega í skoðun
norðurland togar líka
austur hefur þokka líka og sína fegurð og sitt ágæta fólk
þetta kallar á ferðalög... í rólegheitum.. útilegur
þolinmæði og með smá einbeitni í farteskinu
... ég get ekki séð að lífið bjóði uppá neitt áhugaverðara en þorpsamfélagið
jú heimsþorp og heimilislegt
og svo eru til mörg börn með óraunhæfa drauma og seigja
ja mér langar ekkert í þetta... það eru ekki allir sem vilja þetta!
ég er ekki að setja á þig pressu sem hugsar þannig... farðu þá bara aðra leið ef þú heldur að það gefi þér hamingju
ég er að tala við hina sem að eru náttúrubörn og vilja netta tækni og afslappað líf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.