10.1.2009 | 00:14
Spegillinn Halldór Laxness
Það er svo ótrúlegur spegill á þetta samfélag ritverk Halldórs Laxness
og er ég með í huga t.d. Sjálfstætt fólk og Atómstöðina
þessi barátta og seigla í þessari þjóð að vera sjálfstæð annarsvegar á 19 öld og svo þessi landsala öll að bara fáeinum árum eftir að landið varð sjálfstætt tókst nokkrum ameríkusinnuðum kaldastríðsóttaslegnum mönnum að fá Marsjallaðstoðina og skapa togaraútgerð og ameríkuséringu og aðsæld með því að gera þennann "landsölusamning", erlendann her inní landið og kanasjónvarpið og glamor "frelsisins" hélt innreið inní samfélag Bjarts í sumarhúsum... nánast og svo hvernig staðan er í dag
Þessi ofur Ameríkuséring og auðvalds og peningahyggja og það að öll fyrirtæki eru skuldsett, veðsett uppí top og á barmi gjaldþrots... sjávarútvegurinn
og svo þessar fréttir að erlend eignarhaldsfyrirtæki eigi orðið 50 til 60 til 70% af Íslenskum fyrirtækjum, skrásettum á Bahamaeyjum eða eyjunni Mön og þvi skattfrjáls.
Ég heyrði einhverntíman einhvern spádóm innlendann held ég sem var á þá leið að Íslendingar ættu eftir að lenda í því að þurfa taka sig rækilega saman í andlitinu til þess að bjarga sér frá sjálfstæðismissi
þetta held ég að sé að gerast núna... þjóðin þarf að vakna og sameinast undir algjörlega annarri hugsun en að græða fyrir sig
það er semsagt hugsjónin sem við horfum á. Sjálfstæði og að halda andliti, sjálfsvirðingu
Viljum við vera hundur eða svanur?
Kúgað verksmiðju og kerfisdýr... máski spikað já en alltaf í búri eða viljum vera frjáls glæsilegt vistvænt dýr sem getur flogið hvert sem er en kýs að passa þessa náttúru í friðsemd og nægjusemi og sýngja ástarsöngva í miðsumarsólinni á sundi meðal hafs af lifandi verum af öllum tegundum lífs?
Viljum við græðgi eða visku og lífsfylling?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.