9.1.2009 | 05:04
Um hugmyndir almennings og fróðra um betra stjórnkerfi í samanburði við nýtt Þjóðveldi
Ég hef verið að kíkja á hugmyndir ýmsra sem láta heyra í sér varðandi betra lýðræði.
Og vissulega eru þeirra hugmyndir áhugaverð lesning og þá er ég að tala um
Hauk
http://www.haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/702597/
og Egil
http://egill.blog.is/blog/egill/entry/764413/
En það nýja lýðræði væri nokkur opnun að möguleika á framboðum einstaklinga.
Í dag vil ég seigja að varla fleiri en 100 manns hafi völd í þessu kerfi. Stundum í raun bara einn eða einn og hálfur hef ég sagt og á þá við formenn stjórnarflokkana sem eru í stjórn. Nú Geir og Sólrún sá hálfi. En max hundrað manns standa þeim að baki getum við sagt og eru nálægt flokksleiðtogonum og er það vel áætlað. Máski eru þessir bakhjallar bara innan við 10 manns. Það fer eftir hvernig litið er á það. Og það sem þau telja nú sem við stjórnvöl sitja er að hér sé á ferðinni mjög sterk stjórn fyrir vikið. Sem geti tekið ákvarðanir. Vegna þess að forsetisráðherran er í raun með konungsvald. Hann ræður hverja hann tekur með sér og því allir ráðherrar hans vinir og stuðningsmenn.
Þetta gerir að við höfum max um 0,03 prósent þjóðarinnar í vinnu við að ákveða líf 99,97 prósenta. Það er að segja ef ég miða við 100 manns sem er í raun ofáætlað en við látum það flakka sem dæmi.
Nú. Ef við förum svo að skoða hinar nýju tillögur. Ég sé reyndar ekki neina breytingu er varðar aðskilnað ríkisvalds og löggjafaþings að gagni. Eitthvað er rætt um að efla nefndir. Sem er soltið fálkennt tjasl í stærra gat en svo að það haldi. En ég sé annað kosningafyrirkomulag.
Þá gera þeir ráð fyrir 49 mönnum á þingi og enga 5% reglu væntanlega og einstaklingsframboð. Ennfremur fær þjóðin að raða sjálf listum. Semsagt svolitlar rýmkanir á ahrifum kjósenda. Því nú getur þá fólk safnað liði og komið manni á þing og þannig riðlað ofurlítið flokks-agann fræga. (en skapar það þá bara meiri glundroða?) En ég sé ekki að okkur hafi þokað mikið áfram um meira lýðræði. Því þó að fáein hundruð fleiri standi að baki þingmönnum en áður (stuðningsmenn einstaklingsframboðanna) þá er samt sú fjölgun ef við seigjum að þrír í einstaklingsframboði komist inn. Með hver hundrað manns á bakvið sig í innsta hring, þá erum við samt ekki komin í ríkistjórn með þá menn og því hæpið að sjá það sem mikla áhrifsaukningu almennings, en ef við gerum það samt að sjá þá og helming þeirra sem að þeim standa sem tölu til að tákna aukin áhrif fólksins í landinu, til að vera rýmileg... þá erum við kannski með um
0 07% af fólki sem stendur þá að baki ákvörðunum í þessu landi í stað 0,03%, sem er ekki mikil breyting
Og áfram eru meirihlutaákvarðanir að loka á vilja allt að helming þjóðarinna eða meira í sumum tilfellum og áfram sitja menn sem atvinnu pólitíkusar á háum launum langt fyrir ofan og utan og í burtu frá kjósendum sínum sem eru bara einn massi sem menn þekkja þá í raun mjög takmarkað og hafa takmarkaðan áhuga á nema á 4 ára fresti.
og enn eru flokkarnir sterkastir og enn er í raun forsetisráðherra einráður .. nei einsog treikvartsráður... alltso tæpir tveir menn ráða þá að meðaltali... Forsetisráðherra vegur þar mest með stundum einn og stundum tvo til að ræða við... hinn flokkinn eða hinn flokkinn og hugsanlegan einstakling sem hefur þá hlutfallslega mest vald miðað við mannfjölda á bakviðsig.
Og Varðandi tölvukeyrsluna og uppraðanir. Þá er tölvukeyrslan í lagi máski, sérílagi er varðar könnun á vilja fólks, en sem kosningkerfi varhugaverð... ótrúlega auðvelt er fyrir kerfisstjóra og forritara að hafa áhrif á niðurstöður og þar með fá þeir gífurlegt vald og ábyrgð. En uppröðunin mun aðeins veikja algjört vald formanna á þessu eina sviði (og skapa þá um leið glundroða máski eða togstreytu milli fólks í flokknum sem þjóðin velur töluvert blindandi saman) og ekki að vita nema flokkarnir finni sér leið til að svara þessu með slóttugheitum eða hvað skal seigja sínum eigin reglum. Sumsé, við værum 99,93% með sama vandann. Einstaklingarnir mundu helst komast fram sem hafa aðgang að fé til að auglýsa sig og flestir í landinu teldu sig ekki hafa möguleika á að fara fram með neinn fulltrúa. Nema heldur hið gagnstæða... aðeins þeir sem hafa virkilega eiginhagsmuni eða sérhagsmuni væntanlega fjárhagslega mundu skipuleggja svona framboð. Semsagt peningafólkið sem við erum að letast við að taka frá áhrifum á stjórnkerfið, mundi hafa þarna jafnvel betri aðgang en fyrr á áhrif á störf þingsins.
Og hugmyndir um styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavalds mun örugglega leiða til þess að löggjafin mun leitast við að setja lög sem hindra framkvæmdir, þar til framkvæmdavaldið fer að vilja löggjafans. Og er því í raun verið að búa til skrifræði úr þinginu.
Ég get ekki betur séð en að þetta kerfi Egils og eða Hauks gefi möguleika á jafnvel ennþá spilltara kerfi á sumum sviðum, en það sem við höfum nú. Jafnvel Bónus mundi reyna að koma fulltrúa inn og allt væri hér á suðvesturhorninu. Landsbyggð enn meira utangáttar. (afleiðing af jöfnun atkvæða) Auk möguleikans á tölvusvindli, einsog þegar hefur gerst í Bandaríkjonum. Sérílagi er það peningafólk sem getur keypt slíkan tölvunarfræðing og kerfisstjóra til þess að fikta við kosningatölur. (En kosningakerfið sem ég hef lýst er allt undir allra augum. Handupprétting ein nægir til vals fyrir augum allra í undirhópum Stórþingsins. Og enginn áróður við hafður, enginn annarleg yfirráð peninga-þrýstihópa... allir meta hver annan af orðum og í verki)
Já ef við förum þá semsagt að skoða betur 3. valkostinn, þá leið sem ég hef rætt um þá erum við með alla þjóðina á bakvið þá 2000 fulltrúa sem mæta á þing árlega með tvo með sér hver og í raun 6000 manns og að auki gestir og ýmsir til hjálpar. Máski 10.000 manns hittist einusinni á ári og þar eru semsagt þessir 2000 að skipa sér upp í 12 undirdeildir. Sem fjalla hver um einn málaflokk og kjósa einn fulltrúa í lok þings hver undirdeild sem landsþjóna. Samtals þá 12 í stjórn. Hver með sitt svið og sitt umboð frá þeirri undirdeild sem þeir hlutu í kosningu og hafa þá rætt saman um það undirdeildarmálefni í 6 vikur um hvað er til ætlast af þeim af viðkomandi undirdeild landsþingsins. Hér er því ígildi þess sem við köllum stjórn í dag. Þeir hafa umboð til eins árs, með sérstakar reglur um hvernig á að koma þeim frá ef þörf þykir. Í þessu kerfi þarf engann áróður. Áróður helst ólöglegur. Hver deild kynnist á þessum 6 vikum og kýs leynilegri kosningu fulltrúa sinn. Hér erum við með 100% lýðræði en ekki 0.03 eða 0,07% þáttöku og peninga og klíkuræðið aukrétis í gangi ennþá. Í þessu 100% lýðræði er og meiningin að opna fyrir útrás fólks út á land svo að stór hluti þessara 2000 smáþinga uppá 144 einstaklinga í hverju sem kusu á landsþingið, er kominn út á land aftur og því jafnvægis hagsmuna landsbyggðar á leið að jafnast. Ennfremur að smáþingin eða heimaþingin eru að stunda beint lýðræði og fá smám saman tök á að vera sjálfbær.
En varðandi lög og löggjafa. Í þessu 12 skipta landsþingi. Þar er ein deild með umfjöllun um lög og önnur með umfjöllun um dóma. En ekki er ætlast til að lög séu fleiri í heild sinni en sem nemi því að hver maður getu munað þau. Þessi laganefnd er því ekki að bæta við lögum allan tíman. Frekar að umorða lög og ræða lög. Því ef á að bæta við þarf líka að fella niður lög til að koma nýjum fyrir. Þeirra verkefni er því afar vandasamt ef breyta þarf lögum. Ekki er vit í að semja lög við lög og reglugerðir þar undir. Það kallar á sérfræðinga í lögum (lögfræðinga) ogábyrgðarleysi með lög, ofhlæði og í raun virðingaleysi gagnvart lögum. Hinsvegar má tala um hefðir í dómum þá í staðinn sem viðmið. Sem og er gert í dag í dómsmálum. 13. aðilinn í "stórn" landsins gæti værið valinn af öllu stórþinginu í lok þingtíma sem einskonar "lögsögumaður" og fyrirliði í hópi landsþjóna á milli þinga.
Í þjóðveldisstjórnkerfi er ábyrgð og hámarks valddreyfing og gagnsæis er gætt. Og því öll ábyrgð í höndum þjóðarinnar allrar. Og nær allir fylgjast með. Allir eru tengdir sínum fulltrúa. Ekki bara þeir sem hafa skindilega hagsmuni af að fá mann á þing út af einhverju máli um stundarsakir. Hið nýja þjóðveldi stendur hér einsog klettur úr sjá er varðar valddreifingu og lýðræði og sanngyrni. Beint lýðræði virka heldur ekki í stærri hóp en sem nemur 100-150 manns. Allir þurfa að þekkja alla og þá höfum við hið eiginlega gagnsæi. Ekki er til önnur leið en þessi betri til að finna hæfasta fólkið.
Semsagt við verðum með 2000 hópa eða klíkur sem grunneiningu í stjórnkerfinu í stað eins smáhóps eða tveggja eða þriggja. Það er enginn smá munur.
Auk þess þjóhátíð og útíhátíð og lista og verslunar og menningarhátíð á hverju sumri. Öll samskipti opnast og listir og vísindi blómstra og íslensk menning. Við verðum að auki fyrirmynd annarra þjóða í fyrsta beina og raunverulega lýðræðissamfélagi jarðarbúa.
Svo skemmtilega vill til að í hvejum hópi verða til svokallaðir "náttúrulegir leiðtogar". Það gerist af sjálfusér og breytist líka af sjálfusér frá degi til dags. Það fer eftir hverjir mæta og eru í stuði eða hafa eitthvað gott til málana að leggja. Allir verða því leiðtogar stundum. En náttúrulegur leiðtogi er einfaldlega sá sem kemur með bestu hugmyndirnar á hverjum tíma. Þessvegna er þetta kerfi ekki án leiðtoga. En það er bara að hoppa hraðar á milli allra sinna náttúrulegu góðu leiðtoga.
Öll þjóðin mun þannig menntast saman og fylgjast með öllu beint og milliliðalaust í gegnum sína 3 fulltrúa og þeir sem heima sitja í gegnnum netið á þingtíma. Og allar bestu hugmyndir koma fram úr öllum áttum og nýtast stórþinginu. Og þjóðin fer eftir sínum eigin tillögum og styður framkvæmd laga sem hún er með í að skapa. Stjórnendur (þjónar þjóðarinnar) þurfa máski ekki að gera svo mikið. Allt gerist jú einsog af sjálfusér nánast því allir vita hvað gera þarf og hafa verið með í umræðum og eru því með í verki.
Ekkert kerfi slær þessu stjórnkerfi út í samábyrgð og valds og efnahagslegu jafnrétti og nýtingu á bestu eiginleikum allra. Jafnvel foringjarnir náttúrulegu sem ég kalla svo í heimaþingonum og á stórþinginu njóta sín betur en nú er. Þeir eru séðir og studdir eftir verðleikum. Þannig er bæði eistaklingsframtak og samstaða ofin saman til að nýta sem best góða eiginleika þingmanna öllum samfélaginu til hags og farsældar.
Jafnframt er stjórnin eða þjónar þingsins sem betra er að kalla þá mun sterkari en sú sem við höfum nokkru sinni haft með nákvæm fyrirmæli frá stórþinginu og bakhjall í allri þjóðinni og hæfilega fámenn. Og hver og einn í beinum tengslum við sína undirdeild frá stórþinginu. Og ekki hætta á að þeir sofni frá ábyrgð sinni því nú er umboðið bara í eitt ár og hægt að skipa þeim út ef þeir bregðast með því að kalla saman undirdeildina til aukafundar. (einnig hægt að hafa þann sem fékk næstmörg atkvæði sem varamann)
Sumsé flest rök hníga að því sýnist mér að Þjóðveldið nýja, eða við getum líka talað um einfaldlega þjóðstjórnin sé okkar besti valkostur ef við viljum lifandi og raunverulegt lýðræði og valddreyfingu og heiðarleika, endurnýjað traust þjóðarinnar, samstöðu og gagnsæi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Athugasemdir
Já það er karlanýlendan
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2009 kl. 06:21
Í þessu kerfi sem ég kalla þjóðveldið nýja þá njóta konur sín verulega vel því þær eru öflugastar í beinum samskiptum og í þessum svokallaða heimilisstíl eða fjölskyldustíl. Að tala er þeirra sérgáfa og ræða málin og hefur alltaf verið. Samanber konurnar ræða saman í innsta hring meðal apa og safna mat og bera saman bækur sínar.. þ.e. munnlega þekkingu og passa börnin en karlar eru í ytri hring og eru í samkeppni hver við annan um áhuga kvenna grettir á svip, nema ef kemur upp utanaðkomandi hætta þá eru þeir sem einn uppi á móti því... að verja flokkinn og vara konur og börn við hættunni...
Svona er þetta líka meðal mjög margra spenndýra annarra...
Þannig að kvennréttindi ná aldrei fullum framgangi fyrr en með Þjóðveldinu nýja. Það er nýtt af því að hér er ekki gert ráð fyrir föstum goða eða foringja af karlkyni, heldur er fulltrúi valinn af hópnum á hverju ári til stórþingsins. Annars er samstjórn. Besta tillagan fær brautargengi hver sem ber hana fram.
Og ekki nein regla um kynferði fulltrúans á stórþingið.
Tryggvi Gunnar Hansen, 9.1.2009 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.