of lélegur að sinna sjálfummér..

Já mér finnst ég vera hættur að kunna að njóta lífsins. Það er svo mikil þjáning alstaðar. Ég skil æ betur fólk sem bara vill ekki lifa lengur.  Ísland er allt fársjúkt og aldrei verið jafn augljóst. Örfáir sitja að öllum ákvarðanatökum sem ekkert gera að viti þó, meira fum og vondar ákvarðanir. Palestína og um heim allann er kúgunin að aukast, menguninn og sjúkleikinn á öllum sviðum. Við höfum betri fjarskipti ha? Og þar með sjáum við bara betur hvað óhugnaðurinn og óstjórnin stigmagnast. Já sama á við um Norðurlönd, þar sem ég hef verið í 9 ár og nýkominn heim. Í Noregi, sérstaklega Oslo, þar er fólk í hrönnum betlandi. Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Eistland og Þýskaland, öll þessi lönd virðast mér þjást æ meir og meir eftir því sem þau fjarlægjast hraðar og hraðar öll gömul gildi sveitamenningarinnar og samhyggju og samvinnu. Borgirnar og aukningin af samþjöppun valds og einstaklingshyggju gerir allt kaldara og meira framandi og sjúkara sambandsleysi milli fólks. 

Það sem við höfum hér núna er þó svolítil uppörfun. Fjöldi fólks er að rumska úr þessu "alveg sama" sleni. Nú finnum við að við erum ekki ein. Að það er beðið um aðra leið og sannari, réttlátari, lífvænlegri og að peningar eigi ekki að ráða ferðinni.

Nýtum þenna nýja kraft. Virkjum mótmælendur og eflum til bættra lífshátta. Vinnum saman að grundvallar endurskoðun á stjórnarháttum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband