5.1.2009 | 05:11
við erum sérstök
í sambandi við Darvinismann. Við erum jú dýr. En að einu leiti erum við sérstök. Við erum með öll lifsform í höndum okkar. Við erum svo sterk. Og þar kemur ábyrgð. Við þurfum að vinna þetta saman. Passa allt lífríkið. Við erum ekki bara með þörf á siðferði og ekki bara frelsi einsog tigrísdýr þarf. Við erum líka nauðbeigð til þess að hafa siðferði og ábyrgð. Setja form á þetta frelsi sem gengur upp til framtíðar. Annars eyðum við okkur sjálfum og öllum þessum dásamlegu lífsformum, sem hafa kennt okkur það sem við erum, þessum félögum okkar í náttúrunni og þar með okkur sjálfum. Því ein lifum við ekki af á þessari jörð. Og ruglið í kringum græðgina spyr eytri yfir okkur öllsömun og lýgi, sem veldur ómældri óhamingju. Við þurfum að hafa beisli viskunnar við hönd. Og stefna á jafnvægi og hamingju og virðingu við lífið.
Þessvegna eru þeir sem stagast á orðinu frelsi í viðskiptum, lántökur, stóriðnað og vexti og hlutbréf og aukningu á öllum sviðum, á algjörum villigötum. Og í raun á gráu línunni að vera glæpastarfsemi þeirra starf og sýn. Þeir virðast hugsa allt út frá persónulegum hagnaði í tilgangslausri auðsöfnun og eða valds og stjórnunarfýkn. En ekki út frá heildarsýn á stöðu mannsins í náttúru sem er takmörkuð. Og sumir lifa af leifum af borði þeirra, sem slíkt stunda og eru þá á rangri hyllu í starfsemi og hugsunarhætti og líka hættulegir sjálfumsér og mannfélaginu. Og mikill sjúkleiki sem af þessu stafar, bæði fyrir líf fólks og náttúru og íslenskar menningarleifar. Þarna eru blöð og ljósmyndarar, umbrotsfólk... listinn er endalaus í þjónustugeiranum í kringum þetta. Þetta fólk þarf að finna sér annan vettvang. Nú er þessu lokið. Athyglisvert, en bara röng leið.
Það þarf ekki á blöðum að halda. Ekki heldur sjónvarpi eða útvarpstöðvum. Nú er þetta á netinu og allir geta nálgast það sem vilja. Skólarnir eru líka óþarfir.
Að ég tel, nema bara sem menningarmiðstöðvar fyrir tómstundir, verkstæði, vinnustofur, samvinnuhópa og liststarfsemi. Í líkingu við "Huset" svokallaða sem þekkt er um norðurlönd, eða lýðháskóla. Til að þjálfast í verktækni og samskiptum og félagsþroska og sköpun.
Nú eru skólarnir geymslustofnanir fyrir ungt fólk og innrætingarstarfsemi úreltra viðhorfa mestmegnis og þjálfunarbúðir fyrir undirgefni og vanmáttarkennd eða andstæðuna, drauminn um ofurmennið, en mest vinnumarkað sem krefst bara hlýðni og undanlátsemi og meðvirkni. Einnig geymslustaður fyrir þá meðvirku kerfisþræla sem við köllum kennarana. En þeir geta fengið nýtt hlutver sumir altént í fjallaferðum og smíðum og leiklist og já ýmsum ævintýrum. Torfbyggingalist. Líka fyrir ferðafólk. Og alla aldurshópa. Garðrækt.. Grasaferðum, Náttúrufræðirannsóknum. Hellaleit og berja... Fiskveiði og fiskverkun heima. Steinaskoðun söfnun myndun og steinalist. Listinn er endalaus... Sagnfræðirannsóknir og tímaferðalög.. þ.e. upplifunarsagnfræði. Köfun og fornleifarannsóknir. Allir geta verið vísindamenn. Og það erum við öll. Það gerir þessi forvitni og löngun til að sjá og skilja. Og listamenn og ræktendur og safnarar og kokkar.
Máski rétt að orða þetta þannig að í þessa átt sé eðlilegast að skólarnir þróist. Sem og samfélagið. Því nú hafa allir aðgang að upplýsingum og geta numið það sem þeir vilja, þegar þeir vilja. En að gera hluti og skapa aðstæður og upplifanir er áhuginn að beinast í átt að. Og inní það get ég séð koma vist og sjálfbærni sem hagnýtann kjarna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2009 kl. 17:55 | Facebook
Athugasemdir
kæri tryggvi, yndislegt að þú sért komin hingað !
Kærleiksknús til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 08:34
Takk fyrir Sreina, gaman að vera í kallfæri. Þú ert nú alger gersemi og kær leikur já .. það er okkar mikla lækninga mantra
og alelu
Tryggvi Gunnar Hansen, 5.1.2009 kl. 16:59
Frelsi og agi eru skyld hugtök og sjálfsagi. Meðvituð hugsun um afleiðingar gjörða okkar leiðir okkur fram af þekkingu í umhverfi okkar sem við viljum að sé okkur vinveitt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.