Að við vöknum saman. Sjáum hvert annað sem manneskjur með tilfinningar og þokka og góðann vilja til að skapa manneskjulegt samfélag. Sem ekki er byggt á hugmyndum sem þegar hafa bilað. Gróðavonum og frekjugangi. Heldur einlægum vilja til að styðja við allar vel meinandi hugmyndir. Almennar umræður og opnar samræður milli þeirra sem nú eru í ábyrgðarstöðum og hinna sem eru vinnandi eða atvinnulausir. Nú er allt í upplausn og enginn treystir neinum virðist mér. Allt hefur verið dregið niður í svaðið. Hvergi grillir í leiðandi afl, sem hefur traust. Og hvað kemur út úr slíku? Jú þá er haldið áfram í sama farinu. Ja vera má að VG sé helsta von þeirra sem sjá glitta í eitthvað skárra. En þrá eftir algjörri umbreytingu og burt frá þessari forsjárhyggju þar sem örfáir stjórna öllu kallar á meiri róttækni. Og því virðist mér að það sé almenn umræða og svo endurnýjun stjórnarskrárinnar og samstarfshópar um vistvænan sjálfbæran lífsstíl sem geti gefið okkur hið nýja Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.