3.1.2009 | 23:33
að hlusta
þessir "djöflar" eða demonar*, reiðin, hatrið, öfundin, græðgin, óttinn, lýgin og þóttinn já jafnvel lostinn líka... já það eru máski fleiri sem ekki grillir í núna á augnablikinu... þessar áköfu tilfinningaverur eru jú kraftmiklar en um leið kalla þær á mikinn mótbyr. Andstæðu sína... við vitum hvernig viðbrögð allflestra er við reiðkasti. Þá magnast reiðin á báða bóga. Og svo koma slagsmál. Ég hef aldrei séð neitt gott koma af þeirri leið. Bara hörmung ofaná hörmung. En einlæg samræða er og verður besta verkfærið til lausna á samskiptavanda og ósættum.
það þarf semsagt að ná því að vinna úr reiðinni á uppbyggilegan hátt, sjá hana og sjá hvað hún gerir og hafna henni með því að skoða málið út frá eins mörgum sjónarhólum og hægt er... sjá þetta einsog leikrit... eða sjá semsagt eða leitast við að uppgötva hvað aðrar persónur í dramanu sjá og það eru reyndar margar aðferðir og leiðir til að sjá þetta... líkt og í sögunni um blinda menn og fíl... að þeir þurftu að ræða saman til að sjá allann fílinn... einn talaði um stólpa og annar um slöngu og þriðju um stóra blöðru.. og allir höfðu rétt fyrir sér miðað við aðstæður... og það er semsagt listinn að tjá hjarta sitt einn í einu og hinir hlusta... þetta kalla ég hjartahring... sumir láta fjöður eða einhvern fallegan hlut ganga og sá sem hefur hlutinn talar... og það eru til ýmsar varíasjónir á þessu formi en hér er grunnhugsunin. Og þegar við erum farin að sjá smám saman hvað allir sjá og sjá að allir eru að segja satt, eru meirominna að vinna heiðarlega já jafnvel í bestu meiningu út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja í hverjum sjónarhól, þá förum við að slappa af frá ásökunum og þá grillir í allar grunnlínur betur en áður...þá er hægt að fara að meta saman hvað er séð... og næst kemur máski, hvað má svo ætla að sé gott skref hér... ýmist fyrir alla aðila eða suma og máski annað fyrir enn aðra.. allavega hér er að birtast yfirsýn útúr þokunni miklu og tilfinningaflauminum sterka... við sem erum á þessari leið, ef við ætlum okkur að skapa vellýðan og hamingju, samkennd og nýtt og betra samfélag... jú þessi leið þarfnast töluverðrar þolinmæði einsog tildæmis að hlusta... þessvegna er talfjöður eða stafur eða epli eða einhver hlutur mjög heppilegur, því nú er það sérílagi landlægt hér finnst mér að fólk talar ofaníhvert annað og á erfitt með að hlusta og bíða, rífur orðið af hvert öðru... svona erum við mörg og flest alin upp, enginn hefur tíma til að hlusta... það er alltaf mikil tímapressa og margir svo miklu mikilvægari en hinir og það kann að vera að sumir hafi mikilvæga sýn eða innskot en þá þarf að biðja um orðið hjá þeims sem er með fjöðrina og ef fjöðurhaldarinn er sáttur við innskot þarna þá kemur máski leifi en fjöðrin fer ekkert endilega að dansa um allt eftir því hverjum er mikið mál... máski lullar fjöðrin bara hringformið.. það eru margar leikreglur og leikreglum má breyta ef allur hringurinn er opinn fyrir því... svona tjáninga-hringfundir eru sérílagi velheppnaðir að minni reynslu undir berum himni við eld.. og já sakar ekki að vera í skógi eða við haf eða góðum stað einhverstaðar og já sitja í hring svo allir sjái hver annan. Og tala með hjartanu. Það er öflugast þykir mér. Menn sofna stundum ef menn fara að tala með hausnum áhlíðendur... og alltaf vakna allir ef hjarta fer svo að tala... auðvitað er líka mikið tilstand ef kviðurinn eða neðri orgusvæði tala... þá koma demonar fram en það er ekki svo algengt vegna þess að þegar við erum svona mörg þá er einsog demonar kunni ekki við sig og vilji jafnnvel fara varlega... en ef hjartað er hrætt við að opna sig sem ekki er óalgengt, þá er kannski heilinn settur í gang og látinn tjá eitthvað sem á að gefa góða impression... já.. það eru margir fletir á þessu en ógleymanlegt er það mér mörg skipti sem hjörtu hafa tjáð sig á þessum þingum sem ég hef tekið þátt í á síðustu árum... og mikil lækning fyrir mig oft að upplifa tjáningar annarra... ég hef skrifað um þetta víða á bloggum, ekki síst á lightisee.blogspot.com snemma í sumar síðasta 08 og á Tingline á hotmail sem er bréfakompa norræns þingfólks og víðar. En best er að fara á eitt af þessum þingum eða skapa svona stund saman til að fá skilning á því hversu ágætt verkfæri þetta er til þass að fólk fari að sjá hvert annað án fordóma og já finni almennilega nálægð hvers annars. Njóti samveru og já vinni þar með betur saman.
þetta finnst mér að mótmælendur hefðu mjög gott af að stunda sem oftast í sínum ýmsu hópum og samstarfi... og ekki síst allir saman, allar tegundir mótmælenda
og ég vil bæta því við að mér finnst ég hafa verið oft á tíðum alltof æstur og reiður í mínum skrifum, um leið get ég skilið það, það er margt sem getur vakið reiði, ekki sýst við slíkar aðstæður sem nú eru og hafa verið að mér finnst um áratugaskeið... jafnvel mun lengur en ég hef lifað.
En nú vil ég leitast við að sjá sjónarhóla sem flestra... og vera sáttasemjari... bæði innrameðmér og umkring
og mér þykir leitt ef ég hef sært einhvern í mínum reiðiköstum... ég er bara ennþá að læra listina að hafa góð samskipti
við fáum nefnilega ekki fram neina vitsmunanlega umræðu og þar með breytingar nema við hlustum með hjartanu... hlustum með öllum likamanum og sálinni og huganum og viljanum í einu
sem er mál hjá mótmælendum og líka milli þeirra og hinna sem mótmælendur eru að gagnrýna
============
* tíbeskir búddasinnar nota þetta hugtak demon eða djöfull yfir þessi form sterkra tilfinninga, stundum kallað sálfræði búddismans
Dalai Lama nefnir þessa aðferð líka í bók sinni um að höndla hamingjuna og þá var spurt hvernig pör t.d. gætu unnið úr samskiptavanda sýn á milli og þá ráðlagði hann ekki síst þegar vandinn er stór og mikið ber á milli... til að komast út úr hatri og "projection" hvað heitir það vörpun eða? já að leitast við að sjá mörg sjónarhorn er hjálplegt á sama fyrirbæri sagði hann ef ég man rétt, eða þarumbil.
þessi aðferð gæti líka hjálpað verulega í viðræðum milli Israelsmanna og Palestínumanna, en máski erfitt að fá þá til að verða svo nánir og einlægir, en þó vel þess virði að kynna þeim þessa leið.
En hún á ekki síður við í Íslenskum heimahúsum og í skólum og í fángelsum og sjúkrahúsum og vinnustöðum og bara útum allt.
Indjáni nokkur fór í fangelsi með þessa aðferð og þar voru margir indjánar í hegningarhúsi og þar var einn sem grét þegar hann fékk talstafinn og fékk tækifæri til að tala um tilfinningar sínar og enginn rak á eftir honum eða greip frammí... hann hafði aldrei á æfinni verið í þeirri stöðu að fólk virkilega hlustað á HANN! Og finnsk kona fór í barnaskóla með þessa aðferð og börnin urðu furðulostinn, að fara að tala um tilfinningar sínar og hvernig þeim í sannleika leið, það vissu þau ekki að væri til í dæminu. Þau voru vön því að þau ættu að leyna því hvernig þeim líði og hvaða skoðanir þau höfðu... þetta var alveg ný vídd fyrir þeim og kærkominn, olli straumhvörfum í skólanum.
og hér er kominn orsökin fyrir því að ég tel að við getum stjórnað okkur sjálf í littlum hópum... (minna en 150 altént) nógu littlir til þess að allir sjái hver annan og þekkist... að þessi aðferð að allir tjái sig sem vilja um tilfinningar sínar líka og að þeir sem þetta stunda geti læknað allan samskiptavanda og fundið leiðir saman að verðugum markmiðum og stutt hver annan á eðlilegan og afslappaðan hátt... og að náttúrulegir leiðtogar nýtast vel í svona hópum... þeirra tillögur eru heyrðar og virtar... allt sést í svona hóp... allt verður gagnsætt og opið. Þetta er mín reynsla af hópvinnu á síðustu árum með þessari aðferð. Ég var farinn að halda að þetta væri ekki gerlegt þegar ég var hérna heima að fjasa um lög félaga í hóp af fólki sem ekki kunni neitt inná hópstarf. En þegar ég sá þetta gerast á norrænu þingonum, þá fylltist ég von fyrir hönd manneskja, að það semsagt er hægt að beina heilum hóp inní einlægni og þægilegt streymi án beinnar stjórnunar og laga og kjörins leiðtoga. Þetta vil ég seigja að sé hægt og í raun eðlileg og afslöppuð leið.
Hér get ég ritað margt um reynsku mína... um hvernig svona hópstarf og innri vinna getur þróast saman. Læt það bíða um sinn. Það þarf reynslu umfram allt af svona til að menn skilji hvað ég er að tala um. Þessvegna set ég púnkt hér í bili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2009 kl. 22:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.