Jæja ISG er að rumska..

Semsagt kosningar í vor. Og það sem við þurfum að horfa á er lýðræði og sjálfstæði eða evrópa með áframhaldandi auðhyggjuæði og sjálfstæðismissi. Þetta virðist ætla vera umræðugrundvöllurinn næstu mánuði og valkostir í kosningum.  Og nú er spurning.. koma fram áhugaverð framboð með nýja álitlegri valkosti eða erum við bara með VG og Samfylkinguna í sæng frammundan? Hvað gerist hjá Framsókn og Sjálfstæðissölumönnum?  Hvað með þjóðlegu náttúrubörnin? Er það nægur tími 4 eða 5 mánuðir fyrir alla þessa gerjun og umræðu? Það er nú það... það er ansi tæpt áðí.

 Vissulega stend ég langnæst Vinstri grænum af því sem er í boði. Og það er af því að þeir eru eini flokkurinn sem ræðir um vistvæna og sjáflbæra leið. Og þeir eru þar á ofan hallir undir þjóðmenningu. Ég skil af hverju Steingrímur talar um blandað hagkerfi. Það er ákveðið raunsæi má seigja einsog er. Og jú eðlilegast að græðgin þjóni heildarhagsmunum en ekki öfugt. En í grunnin er ég ekki hallur undir að hygla græðinni fremur en yfir höfuð veikleikum einsog öfund, hatri og svo framvegis. Hér hefur búddasiður innlegg, um hvernig rækta má hugann frá þessum gildrum.  Og varðandi norðurlönd, sem Steingrímur setur á stall, þá er ég er ekki par hrifinn persónulega af norrænni auðhyggju. Frekar en að ég hrífist af leifum af valdi kónganna og fríðindi yfirstéttarinnar gömlu og svo þessi spillta þjóðkirkja með yfirráð yfir gífurlegum eignum á Norðurlöndum sem er í mínum augum ekkert vit og sýnir hvað meðvirknin með gömlu valdnýðslunni og lýginni er mikil hér í norðri. En sumsé, ég skil hvað að baki býr í ræðum Steingríms og vissulega stöndum við næst norðurlöndum og þar er á margan hátt meiri skinsemi en víðast annarstaðar í regluverkinu einsog sagt er.  Og í Vinstri grænum er fólk sem virkilega vill vel og hugsar af mun meiri skynsemi og fyrirhyggju til framtíðar en í nokkrum öðrum flokk hér á landi einsog er. Það sem VG vantar sem og fleiri er viljinn til að sjá söguna í heilu lagi. Það er jú vel skiljanlegt, því ekki hafa upplýsingar um þá sögu leigið á lausu. Ég er semsagt að tala um söguna fyrir landnám, sem gefur fyrirheit um virkilega nýja lífssýn á öllum sviðum og tengir okkur við rót sem hefur til að bera dýpri visku en jafnvel vistfræði. Þá skiljum við að þjóðmenningin var vistvæn og að vistfræðin í dag er ekki ennþá komin á jafn hátt heildrænt menningarstig og þjóðmenningin var á fyrir landnám. Og þá  fyrst skiljum við hvað konur hafa lagt mikið til menningarinnar og hvernig á því stendur að við erum svona aftarlega á merinni jafnvel í dag í jafnréttismálum. Að sjá söguna í heilu samhengi gerbreytir og afstöðu okkar til auðhyggjunnar og valdnýðslu yfir höfuð. Hér er langt í land það veit ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.