1.1.2009 | 03:58
Allar þjóðir hafa sína menningu og rótarþræði sem liggja saman meira en milljón ár til baka..
Hver og einn af þessum stilkum hefur sinn lit og húmor og hefðir, saungva og sögur. Allur þessi menningararfur er í hættu (og nú þegar mjög í molum)... vegna umsvifa auðhyggjunnar og taumleysi, já fyrir nú utan náttúruna. Þar eru þúsundir tegunda á förum og þúsundir þegar horfnar af tegundum. Því seigi ég, allar menningar þurfa að sameinast gegn auðhyggjunni. Og mér finnst staðan áhugaverðust hér í dag. Þessi skellur peningaliðsins og neysluæðisins hristir okkur. Ísland hefur sögulegt tækifæri núna. Og Íslendingar hafa ýmis góð spil á hendi. Þeir eru vanir að ráða framúr sínum málum án vopnaskaks. Þeir eru fáir og þeir efast ekki um rétt sinn til að passa þetta land saman og landamærin náttúruleg. Þeir hafa aldrei haft her eða verið nýlenduherrar. Þeir hafa hinsvegar verið nýlenda. Og það gafst hörmulega ílla að stjórna landinu frá Kaupmannahöfn. Það líður okkur ekki úr mynni. Nú vilja sumir fara að láta Brussel stjórna okkur. Þ.e. það littla sem er eftir af íslenskri menningu, eftir 65 ár sem kjölturakki bandaríkjanna. Ég tel best að hver haldi sig við sína menningu þar til almennilegt þingræði er uppbyggt. Þá munu allar þjóðir ákveða saman hvernig blöndun fer fram og hve mikil eða hve lítil. Sumir munu vilja blönduræktun og aðrir ekki. Hvortveggja á rétt á sér. Sérílagi ef valið eru saman gæði en ekki bara tilviljunakenndur losti blindaður á fylleríi sem vélast hálfsofandi saman. Einsog nú er. En ef við blöndum öllu aftur í einsleitni, þá erum við að fara milljón ár aftur í tímann í fjölbreyttni eiginleika. Við erum að fara til baka í trén. Kannski það sé lausnin að þróast afturábak?
Þar á ofan eru þessir amerísku gerfi frelsisbullarar ekki með neina lausn á því hvernig á að stöðva offjölgun fólks. Það veldur og stríðum. Vextir valda þenslu og þörf á auknum verðmætum sem skapa þörf á ráni, þ.e. stríði í stórum stíl. Og offjölgun skapar það sama. Útþenslu og þörf fyrir meira og stríð þegar menn fara að ræna hver aðra. Báðum þessum vandamálum loka hagfræðingar augonum fyrir og hrópa bara ÁFRAM! og MEIRA! Og ef hagfræðingar og aðrir "sérfræðingar vinna með lokuð augun. Hversvegna þá ekki bara allir hinir sem vísa bara á sérfæðingana. Já þessi ákvörðun var tekin með hjálp færustu "sérfræðinga". Hm... kannast menn við svona hjal?
Það óttalega við þetta er að það er enginn vitræn stefna, nema bara meira meira, í gangi í dag.
En hvað er fyrir framan okkur hér og nú. Jú getulaust hrokafullt valdnýðslupakk situr eitt að öllum ákvarðanatökum. Þeim er ómögulegt að skilja að nokkur annar finnist í þessu landi sem hefur eitthvað meira vit í kollinum en þau skötuhjúin, GHH og ISG. Þeim er ómögulegt að skilja að þjóðinn vill launin niður í 0 hjá þeim, enda enginn árangur af þessu hálaunabrölti. Og hugsjónirnar og vit og traust hverfur, þegar menn hanga í vinnu bara fyrir launin.
Þegar skipstjóri gerir mistök á skipi og skipið skemmist og verðmæti tapast og fjöldi fólks lendir í stórkostlegum hremmingum, þá er farið í land og gert við og sjóréttur fer yfir málið... hann missir starfið en þegar stjórnin feilar og allt kerfið á Íslandi hrynur, þá teljur Geir að nóg sé að seigja "mér þykir það leitt". Og enginn rannsakar hvað var að gerast hjá Geir og ekkert er gert við, ... það er bara böðlast áfram með frekju og þumbaraskap. Er þetta ekki full sönnun á þinni bilun Geir hvernig þú tekur á þessu? Burt með bjána sem sjúga og ljúga máttinn úr þjóðinni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2009 kl. 00:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.