29.12.2008 | 00:49
.. eða hvað skal seigja...
En það er mikið slen og svefndrungi yfir öllu. Og orðin eru eina verkfærið sem er tiltækt.. en þau virðast máttlaus fyrir þessum truflunum og flaumi.
mér er ekki illa við neinn sérstakan, ekki þannig, ekki einusinni forsetan eða Geir eða Björn og enn síður Sólrúnu, né heldur biskupinn eða Davíð. En ég hef skammast og sagt að þeir og þau ættu að skammast sín og seigja og sjá að og af sér. Vissulega leiðist mér allur frekjugangur og yfirgangur og hef þó lent þar sjálfur. Verið gráðugur og frekur. Jú og verið foxíllur útí sjálfanmig. Gert axarsköpt einsog allir og get húðskammast mín og jafnvel refsað sjálfummér og hvaðeinað. Sagt af mér já. Farið í sjálsskoðum. Heilun. Og ég bisast við að bæta mig og fyrir rangindi sem ég hef valdið. Ég tel því að það sé hægt að sjá einhvern húmor í þessu öllu og alvöru og jafnvel grilla í skilningsglætur.
Í grunnin er ég að tala um aðrar áherslur og aðra leið en farinn hefur verið. Ég er að rakka niður stefnu þessa fólks og ekki persónurnar, ekki óbærilega mikið altént vona ég að sé hægt að seigja...
ég er mest að vona að það komi einhver kraftur inn í dæmið.
leið sem ber ávöxt hreinan
heildarsýn til framtíðar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2008 kl. 07:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.