og ég þekki orðið ekki neitt annað, þetta hefur mest verið basl að lifa af við lítið. Stundum mér til armæðu en stundum finnst mér þetta bara eðlilegt ástand
og ég tel jafnvel á köflum að það að eiga frekar minna en meira sé að sumu leiti léttir því minna sem það er, bara ef maður hefur svefn og næringu og jú vissulega væri gott að hafa vinnuaðstöðu og garð og það markmið mitt að finna leið til að fá næringuna beint frá náttúrunni... og já fötin líka og húsin.. mér finnst fuglar og já dýr og plöntur svo flottar af því að það er enginn eign á neinu... ekki einusinni föt...
ja en að fara að lifa nakinn, jú ég mundi vilja prófa það ef það væri normið eða enginn á svæðinu... um tíma allavega... endurlifa öll skeið... einsog ferðalag í gegnum tímann (já hér er tímavél)
í borg er ókei að vera fátækur og mikil menning og já maður kynnist ýmsum manneskjum
en útá landi er hægt að byggja sér bæi úr torfi og grjóti að hluta jú en líka með nútímalegra sniði, til dæmis fyrir mig þá sé ég fyrir mér glugga jafnvel suma soltið stóra... svona opið í suður einsog auga og svo torf í norður og já, hugsanlega stundum að leggja áherslu á himinn í sumum kúlum.. og jú sumt bara úr torfi og bara úr grjóti og svo fleiri efnum... ég hef oft séð fyrir mér ýmsar lausnir í þessu og jú Hobbitahús, álfahús, þetter allt mjög varierandi frá persónu til persónu..
Hver og einn getur í raun hannað mikið á staðnum
en gæti orðið ofaná að forn byggingalist þróaðist í eina átt og vistvæn nútímaleg í aðra og listræn í þá þriðju ef það gerist svo
semsagt það er dáltið mikil þrá í mér að vera útí náttúrinni, kannski bara einn á stundum eða með einhverjum einum tvem.. svo þorp er eitt og einverukofar annað.. hvortveggja er spennandi
við þurfum marga staði, sumir vilja hreyfasig eftir árstíðum, aðrir vilja þjappa sér saman, sumir vilja mikið félagslíf aðrir minna og stundum..
margir möguleikar, en ég er verulega áhugasamur að hafa baðstað nálægt, í göngufjarlægð í náttúrunni, það sem jafnvel ekki margt er um mannin, eða að skapa svoleiðis baðstað sjálfur, sem þá enginn veit af og þetta gæti hvortveggja gerst
já, hm... já hvernig á að finna þessa staði sem eru álitlegir? Það þarf að labba um sveitir.
og yfir fjöll og dali... keyra líka fyrst og skoða landið... finna hvar maður finnur sig heima
vatn, baðstaður, haf, reki og gott um efni, torf og grjót, meta hve langt þetta er og ákjósanlegt, finna bæjarstæði... þetta er jú sprotafyrirtæki, sögulegt, listaverk og rannsókn, allt i senn
ævintýr, leikur að stráum og lækning
heildun og jarðtenging
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.1.2009 kl. 02:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.