Það sem er svo spennandi við þessa lýðræðishefð sem ég er að bisast við að koma orðum yfir er...

að ef þetta virkar einsog það á að gera að fulltrúar hópanna eru trúir þjónar þess verkefnis sem þeim er trúað fyrir að koma á framfæri í samræmingarhringnum, þá skiptir engu máli hvort maður er í grunnhóp eða samræmingarhóp, allar góðar hugmyndir fá framgang hvaðan sem þær koma. Og ef það semsagt eru góðir þjónar í fulltrúahópnum og hugmyndir steyma fram, þá er jafnvel meira kósí að vera í grunnhóp en að vera þjónn í fulltrúahóp.  Í grunnhóp sem farinn er að kynnast og dýpka af reynslu og hugrekki, þá eru svo ótal verkefni sem eru spennandi. Ég er semsagt farinn að nálgast umræðuna um þorpsamfélagið aftur sem ég hef oft rætt hér að framan. (sjá næstu síður á blogginu hér og líka víða á www.lightisee.blogspot.com og þar eru líka linkar á fleiri svæði) Semsagt þorpsamfélagið er með svo ótrúlega marga skapandi möguleika. Og þar eru börnin og dýr og allt iðandi af lífi. Þar koma til pælingar einsog að byggja sér hobbitahús. Sumsé hringlaga kot. Borghús. Að byggja af efnum jarðarinnar og afgangsefni frá húsum sem eru rifin eða efni sem endurnýtt er, gefur manni bara höll án þess að eyða nokkru nema tíma. Án þess að fara í Byko. Og svo finnst mér svo dásamlega spennandi að umgangast dýr og plöntur. Hjálpa dýrum og plöntum að dafna. Og sjálfumsér með vistvæna óeytraða næringu. Nú að byggja samkomuhús með hópnum er eitt afar spennandi verkefni. Musteri já og kósístað. Sameiginlegt eldhús og fleira... hlóðir úti undir berum himni fyrir sumarhátíðir og fl. og fl. Að það sem ég er að seigja að smám saman fer fólk að finna sig meðal ákveðins hóps, sem má seigja kristallast saman og þjálfast saman, að taka á samskiptonum. Að vera í grunnhópnum er semsagt ekki neitt minna spennandi en að vera kosinn til ábyrgðarstarfa. Ja nema síður sé. Svona sé ég fyrir mér að þetta geti þróast á svo eðlilegan og afslappaðan hátt sem hægt er að hugsa sér. Þetta þróast ekki með látum. En í mínum huga er þetta einsog að endurheimta æsku. Já eilífa æsku. Við erum að nema land aftur og afnema einangrun og náttúrueyðileggingu og einkaflipp, sem hefur einangrun í för með sér. Endurheimta því sem stolið hefur verið af þjóðinni af frekjuræðinu. Þetter bara paradísarheimt.

 

Og svo koma dansar og leikir og listir og söngvar þegar þorpið hefur hreiðrað um sig... og samskipti við aðra nálæga hópa... eitt tekur við af öðru og enginn endapúntur neinstaðar... fólk fer að fara dýpra í ýmsar áttir. Hóparnir sérhæfasig máski sumir í dönsum og söng, aðrir í landslagsmótun þar sem náttúran er særð og enn aðrir í andlegum orkufræðum og svo framvegis... endalausir möguleikar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband