28.12.2008 | 15:54
Margir aðrir eiga líka skilið blóm í hattinn... t.d.
Ég vil til dæmis þakka Morgunblaðsfólkinu fyrir að virða skoðanir fólksins með þessu blog.is. Það er vissulega einhver hópur innan fjölmiðlageirans sem heldur uppi merkjum lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta á þessum bæ. Ég varð líka var við þetta þegar ég var einhverntíman beðin um að vera ráðgjafi hjá morgunblaðinu meðan það var í miðbænum ennþá í tölvuþróun. Að þarna vann allskonar fólk með ólýkar skoðanir og í raun um margt velviljað góðum málum. Það eru mest topparnir sem skapa vanda á fjölmiðlum yfir höfuð og best væri að starfsmennirnir væru frekar með stjórnina í samráði.
Þá vil ég hrósa Kaffi Rót fólkinu. Þar er mjög heimilislegt og gott fólk. Dansað á sunnudögum og oft ljóðaupplestur og tónlistakvöld. Netaðgangur og súpa og fleira. Alltaf ókeypis á allar uppákomur einsog hjá Hljómalind. Þarna eru fín hjörtu á ferð. Og þó að kaffi Rót sé stutt af frægum peningamanni af endemum, sem ekki er vitað hvað muni standa lengi þá vona ég að Kaffi Rót haldi sínu á næsta ári. Þar er gott að koma.
Já margt er gott gert og mikið af léttleika sem af því leiðir. Ef ekki væru þessi blóm við vegkanntin væri vistin vægast sagt djúpt niðri í botni örvæntingar hér á þessari bláu eyju í dimmu hafi.
Já ég vil líka þakka Samhjálp og Hjálpræðishernum. Bæði þessi félög eru hin mesta hjálparhella þeim sem eiga hvað erfiðast hér á landi. Og mér sýnist t.d. Hjálpræðisherinn gera meira fyrir útigangsfólk en nokkur annar aðili í Reykjavík. Það er mikil blessun hvað þar er gott fólk og kærleiksríkt. Íslenska kirkjan með allan sinn flota af fólki og auðæfum kemst ekki með tærnar þar sem Hjálpræðisherinn er með hælana, þó þeir síðarnefndu séu mun fámennari og fátækari. Þetta eru bara örfáar manneskjur en með bara svo stór hjörtu.
Vissulega hjálpa félagsmálayfirvöld og heilbryggðiskerfi borgarinnar og landsins mikið og á mörgum sviðum, t.d. í húsnæðismálum. Og við erum meðvituð vona ég flest okkar um að standa vörð um þessa þjónustu við þá sem oft hafa í raun verið troðnir, troðin undir af frekjuræðinu. Hér eru margar bestu sálir landsins að halda uppi merki samhjálpar. Og takk fyrir það. Takk fyrir að sjálfstæðissölumönnum hefur ekki tekist að jafna allt við jörðu sem alþýðuhreyfing síðustu 90 ára hefur með mikilli baráttu komið fram með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.