28.12.2008 | 15:11
foringja komplex eða þjónar okkar! Þeir sem eru fengnir af hópnum til að fara fram með framkvæmdaráætlun hópsins..
Það er semsagt mikill áherslumunur á ef menn líta á sig sem sjálfskipaða leiðtoga eða eru hluti af hóp sem fær einhvern einn (og jafnvel einn eða tvo með til að standa vörð um að skilaboðin og eða framkvæmdaáætluninni sé framfylgt) til að ríða á vaðið með þá hugmyndaáætlun sem hópurinn hefur komið sér saman um. Þá eru þeir rödd þessa hóps en ekki sjálfsín eingöngu. Þetta er auðvitað vandasamt og ábyrgðin felst í því að hópurinn getur tekið viðkomandi aftur inní hringinn og fengið annan til verksins sem hópurinn treystir þá, hvenær sem óánægja gerir vart við sig. Og svona hópstarf þarf að koma frá hjörtum en ekki heilanum eða kviðnum (sem er vilja orkustöðin, hausinn er hugmyndaorkustöðin, sýnir) Hjartað er samnefnarinn fyrir hugmynd og vilja og tekur mið af heildinni en ekki bara hluta af þekktum þáttum. Semsagt við þurfum að vera sem allra allra mest með vitundina í hjartanu þegar við erum að vinna saman og finna lausnir og leiðir. Ég vona að sem flestir taki þessa hugsun inn og finni hvað þetta er mikið grundvallar atriði. Foringjar landsins í dag hafa kanski hjartað af og til í gangi. Til dæmis hafði ég þá trú með Sórúnu. En því miður er þetta bara svo mikil mæða að "gifta sig" inní hið ormétna hreiður sjálfstæðissölumanna að það er ekki nema von að hjartavöðvinn ráði ekki við þetta á þeim bæ. En á meðan samfylkingin var að fæðast var hún þarna með hjartað í lagi. Nú er öldin önnur. Og þau eru orðin táknmynd fals og undirferla. Hörmuleg þróun það.
Já foringjakomplexinn er rækilega tengdur inná hvað fæ ÉG útúr þessu eða hinu? Sjáiði mig, ég er mikilvægur, mikilvæg. Ég er foringinn og allt byggir á mér. Hinir eru bara brúður í þessum ÉG heimi og til að styðja þetta ÉG dæmi. En þetta ég sér ekkert nema sig sjálft og er því blindað og ómögulegur þjónn heildarinnar. Þarna hefur stjórn landsins sokkið upp fyrir höfuð. Og mikil sorg að þau skuli ekki átta sig á að þau eru ekki fulltrúar fólksins í landinu. Að þá eru þau einangruð, þ.e. valdnýðslufólk. Og önnur gildra eru flokkarnir. Þetta stóra ÉG hefur svo útvíkkast yfir flokkinn sem er "eign" þessara foringja að því er þeim finnst. Þá er þetta stóra ÉG að vinna í öðru lagi fyrir flokkinn en ekki heildina. Þarna kemur í ljós hversu sjúkleg lýgi fulltrúa og flokkaræðið er. Hagur lands og þjóðar er semsagt númer 3 í þessari röð og það er í raun það sama og að hugsa ekki um hag heildarinnar en hugsa bara langsamlega mest um sig og sína á kostnað heildarinnar. Og þá erum við komin með mafíósaklúbb. Sem er í raun einsog krabbamein í líkama heildarinnar. Hættulegt fyrir meirihlutann og glæpamál að styðja slíka klúbba. Ég hef að vísu svolitla trú á VG en er í raun á móti þessari flokksaðferð. Tel það ljóst nú að þetta hefur aldrei hjálpað neinum nema þessum sem eru í hóponum. Sama er með lögin, það sagði einn lögfræðingur á borgarafundi að allir lögfræðingar væru sammála um að lög væru samin af hinum sterku og til að vernda þá sterku á kostnað þeirra sem minna meiga sín. Sem seigir okkur að þessir flokkar sem hrært hafa í lögum í hundrað ár eða svo eru bara spillingarform sem leiðir af sér síaukið óréttlæti. Vona að við getum útrýmt flokkaruglinu þegar frammí sækir. En framað því þurfum við að vinna okkar starf lýðræðissinnar innan flokkanna líka. Þetta er breiðfylking og það er erfitt að brjóta niður flokkana og lygalögin og nær ógerningur, altént ef verkalýðshreifingin er orðin tannlaus þá er ekki gerlegt að vinna gegn flokkakerfinu án þess að vinna innan þeirra líka. Þessvegna ber ég þá von að við getum unnið innan flokkana líka að málefnalegri umræðu og auknum skilningi á hvaða möguleika almennilegt lýðræði gefur okkur öllum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.