Ef það tekst giftugsamlega þá erum við með vaxandi afl. En ef mótmælendur missa sig í ágrening og fordóma hver á annan og leiðtogaþrá, þá liðast þetta allt í sundur og sitrar niður í sandinn. Og það viljum við ekki. Við viljum að raddir allra heyrist og að allir séu virtir og séðir... svo erum við með samkomulagsaðferðir. Þær þurfum við að þróa. Sjá líka hvað við getum verið skapandi hver á sína vísu. Og ég vil hæla borgarafundarfólkinu fyrir svo margt. Bæði fundina (margt hefur komið út úr þeim mjög upplýsandi um stöðu mála) og aðstöðuna í Borgartúni 3. Og þar er boðið uppá kaffi og bakkelsi. Mikið af lifandi hjörtum sem standa að baki þessu öllu. Ég þakka fyrir það og eys kossum og klappi í allar áttir yfir þetta fólk allt. Vona að við lærum mikið og þroskumst í gegnum erfiðleika og vel meintar hugmyndir. Að við höfum vit til að velja það besta úr þeim skógi. Og gleðilegar baráttukveðjur kæru félagar nær og fjær. Og takk fyrir haustið og veturinn og það sem er afstaðið. Opnum og bjóðum velkomna alla sem vetlingi geta valdið. Mér finnst einsog borgarafundarfólkið .. já við sem erum í þessu ættum að hugleiða möguleikan á að hafa opið hús þar á hverjum degi eða sem oftast.
Til sigurs!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.